Notaðist ég við uppskriftina sem ég hef postað hérna áður - læt hana samt fylgja
150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjör lint
260 gr hveiti
2 stk egg
1/2 tsk salt
1 tsk matarsóti
1 tsk lyftiduft
40 gr kakó
2 dl mjólk
Þeyta sykur, púðursykur og smjör saman þangað til er orðið mjög létt - bæta svo einu eggi við og halda áfram að þeyta. Svo bæta við þurrefnunum við hægt og rólega og að lokum mjólkinni. Setja í möffins form og baka við 180°C í 20 mín
Kremið:
200 gr smjör
4 1/2 dl flórsykur
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1 dl kakó
Svo notuðum við sykurmassaafgang sem við áttum og Elva bjó til svona hringi og settum ofan á kremið :)
Verið að sprauta súkkulaðismjörkreminu á kökuna :)
Jæja búið að setja kremið á og sykurmassahringina á
Kökurnar
Here you go my darlings :)
Svo væri voða gaman að vita hverjir væru að lesa með smá kommentum hehe :)
Jóhanna Sigríður
=) Ég les .. vúhú! Langar að Esther mín litla fari að sofa betur á daginn svo ég geti nú farið að baka meira. Skemmtilegt blogg ;)
ReplyDeleteOhh wohoo gaman að heyra að þið mæðgur lesið og fylgist með :) Þegar ég kem hef ég muffinskvöld fyrir ykkur hjúkkulingana :)
ReplyDeleteég les líka, svo gaman hvað þú ert duglega að blogga um ýmislegt :)
ReplyDelete