Tuesday, June 12, 2012

Youtube og sumarþættir


Það er aleg óeðlilega langur tími sem ég get eytt á youtube. Ég er líka einstaklega mikið í því að hlusta á sömu lögin aftur og aftur og horfa á sömu myndböndin aftur og aftur. Mér finnst líka einstaklega gaman að horfa á myndbönd úr hæfileikakeppnum líkt og Americas got Talent, Britains got Talent og X-Factor svo dæmi séu tekin. 
Þetta áheyrnarprufa finnst mér æðisleg - ég og Anna Kristín horfðum á hana einu sinni og finnst alveg eins og hann segir fat ass car í staðin fyrir fast car hoho


Þetta lag er í algjöru uppáhaldi núna og finnst mér þessi hérna syngja það alveg ótrúlega vel. Ég var búin að heyra það oft á gullbylgjunni undanfarna vetur en vissi aldrei hvað það hét og gat með engu móti fundið það. Svo fyrir nokkru var pabbi á Youtube og spilaði þetta lag og fannst mér eins og ég hafði dottið í lukkupottin með að finna loksins þetta lag :)


Þetta lag er klárlega eitt af mínum uppáhalds lögum. Þetta er á top 25 lögunum á ipodnum mínum og er algjörlega æðislegt :) 


Svo finnst mér alltaf jafn gaman að horfa á glee myndbönd :) Þetta er klárlega eitt af uppáhalds 

En nú er sumar og flestir þættirnir í fríi eins og vera ber því maður á að vera úti að tana, í hjólatúrum og hafa það náðugt en ekki horfa á sjónvarp. En ég stenst ekki mátið og horfi því á nokkra þætti nú í sumar :)

Við systur horfum á Pretty Little Liars og er það alltaf jafn spennó :) Enda horfa margar af mínum bestu vinkonum á þessa þætti svo það er hægt að spjalla um þá. Við Marín hjúkkuvinkona minnum hvor aðra alltaf á að það sé að koma nýr þáttur hoho :) 

True Blood er algjört æði. Davíð kynnti mig fyrir þessum þáttum og ég er algjörlega in love og sérstaklega elska ég Eric Northman í þáttunum (Alexander Skarsgard).

Svo kynntist ég síðasta sumar Masterchef og mér finnst þeir æði þeir eru einmitt nýbyrjaðir og eiga eftir að stytta mér stundirnar meðan ég er hérna í Noregi. Mæli klárlega með þessum matreiðsluþáttum svo er náttúrulega Gordon Ramsey alveg eðal

Jóhanna Sigríður 



No comments:

Post a Comment