Jæja þá er maður búin að vera í vinnunni í þessari viku en allan tíman með smá hálsbólgu og kvef en fór í vinnuna nú samt, en svo í gærkvöldi leið mér ótrúlega illa og mældi mig og var komin með hita :( Þannig engin vinna í dag en er búin að hella í mér heitu vatni með sítrónu, hunangi og hvítlauk og fá mér hálsbrjóstsykur og ég ÆTLA í vinnuna á morgun það er bara þannig.
En ég er með 2 fréttir handa ykkur sú fyrr er .......
Að við Davíð Þór erum að fara að leigja saman vííííííj
Fengum úthlutað íbúð hjá Byggingarfélagi Námsmanna upp í Grafarholti. Ég veit hvað þið eruð að hugsa Grafarholt er leeeeeengst í burtu en þetta var á hagstæðasta verðinu og já ekki einhver niðurgrafin kjallarahola með myglusvepp. Ég var búin að skoða og skoða og skoða og leigan var alltaf vel yfir 100 þúsund og ef hún var undir það var íbúðin kannski 35 fm.
Hér er svo linkur á teikningu af íbúðinni
Ókosturinn er reyndar sá að við fáum hana afhenta 3.júlí og já eins og þið vitið verð ég ekki komin heim þá. En þetta var það eina i boði, ef við myndum ekki taka þetta var mjög ólíklegt að félagið eitti einhverjar íbúðir á lausu í haust þar sem ég er jú svo aftarlega á biðlista.
Þannig að Davíð verður bara duglegur og byrjar að flytja inn dótið okkar inn í íbúðina áður en ég kem heim þannig allt verður ready þegar ég kem loksins heim.
En svona er það þegar maður er að flytja að heiman þá á maður varla nein húsgögn eða aðra hluti sem vantar í búið !! Þannig ef ykkur vantar að losna við gömul húsgögn eða eitthvað annað sem passar fínt í íbúð þá getiði haft samband við okkur Davið :)
Hinar fréttirnar eru þær að ég er búin að ákveða dagsetninguna þegar ég keim heim og það er
14.ágúst :)
átti reyndar vaktir alveg alla þá viku alveg niður 19.ágúst en ég náði að fiffa það til og seinasta vaktin mín er sunnudagurinn 12.ágúst og ég kemst því heim með beinu flugi þann 14.ágúst :)
Kveðja Frá Norge Jóhó :)
No comments:
Post a Comment