Thursday, June 14, 2012

Gamlir tímar

Ohh Íris vinkona mín sendi mér lag á facebook úr One Tree Hill og ég fékk alveg þvílíkt Flash Back. Þetta lag var endalaust spilað á sínum tíma. One Tree Hill eru svo klárlega uppáhaldsþættirnir mínir þ.e. þeir deilir fyrsta sætinu með Greys Anatomy. 
Nathan - Haley - Payton -  Lucas - Chris Keller - Mouth - Brooke - Skills
Ég horfði á þess þætti þegar þeir voru á Skjá einum og mátti aldrei missa af þætti. Uppáhaldspersónan mín var svo klárlega Haley og já auðvitað Nathan líka. Fyrstu seríurnar voru klárlega þær bestu en svo fór þetta aðeins að missa sjarmann eftir 4.seríu en ég horfði alveg niður 6. seríu bara svona til að tjekka hvernig þetta myndi enda. En nú eru komnar 9 seríur og sú 9. er síðasta serían. Ég er já bara að pæla að klára þetta - sjá hvernig þetta endar !!

Hver man ekki eftir þessu frábæra Introi - Gavin DeGraw kemst á skrið útaf OTH

Eitt af mínum uppáhalds momentum í þessum þáttum <3 

Anna Mjöll og ég elskuðum One tree hill og gerum það enn - getum hist í dag og borðað nammi og skellt einum One tree hill þætti í tækið og við erum good to go. Einnig voru við Íris öflugar áður að hrofa á One tree hill og máttum ekki missa af þætti. 

Svo var það nú að Nathan Scott (James Lafferty) og Brooke Davis (Sophia Bush) skelltu sér til Íslands og allt varð brjálað. Við stöllur þurftum auðvitað að fara að finna þau. Þannig við rúntuðum niður laugarveginn og viti menn sáum við þau ekki. Ég var reyndar í fyrstu viss um að Nathan væri Pólverji en hvað um það. Við lögðum bílnum og hlupum á eftir þeim. Svo náðum við þeim og spurðum hvort við mættum fá mynd en nei nei gleymdi ég ekki myndavélinni - en Íris bjargvættir átti síma með myndavél svo við gátum þo´tekið mynd þó hún væri gífurlega óskýr

krúið á góðri stundu hoho

Ég horfði líka á sínum tíma alltaf á OC og var algjör sökker fyrir því. Horfði á allar fjórar seríurnar þó að sú fjórða hafi ekki verið neitt spes. Spurning hvort maður þyrfti ekki að redda sér þessum seríum og horfa á þær aftur !!
Seth var alltaf í algjöru uppáhaldi og jú Summer líka 

Snilldar intro - 

En ég var þó alltaf meiri One tree hill fan en OC. Mig minnir meira að segja að í tölvufræðiverkefni í 4.bekk í MR gerðum við Anna Mjöll heimasíðu um OTH gamanaðí 

En svo er það djamm og vinna um helgina - hlakka til 

Jóhanna :) 



No comments:

Post a Comment