Sunday, June 3, 2012

Bananabrauð

Jæja nú er helgin senn á enda og hún hefur einkennst af þrennu - vinna, mollferð (surprise surprise) og bakstur. Var ég að vinna föstudag, sunnudag og svo á morgun mánudag en fékk frí á laugardag. Ég hélt þó að ég hafði átt að vinna en það voru víst of margir skráðir á vakt þannig ég fékk sent sms klukkan 6 um morguninn. Þar af leiðandi var ég vakandi alveg frá 6 til rúmlega 8 :P En svo náði ég að sofna aftur sem var ljúft
Ég elska svefn alveg jafn mikið og þessi ísbjörn :)
En svo var skellt sér í Kilden með litlu systur og var það nú stutt stopp þar ótrúlegt en satt og keypti ég mér harðspjalda gormabók og svona límband sem er með lími báðu megin. Ég var lengi búin að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að líma myndunum inn í myndaalbúmið en hún Ella hjúkkuvinkona kom með þessa eðalhugmynd sem ég var ekki búin að fatta. 
Svona lítur þetta út (smá óskýrt) og á ég bara eftir að skrifa við hliðina á myndunum :) 
Svo var skellt í bananabrauð og hér er uppskriftin:
250 gr hveiti
1 stk egg
2 stk vel þroskaðir bananar
150 gr sykur
1/2 tsk natron
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
Aðferð: egg og sykur þeytt saman þangað til að það verður létt og ljóst svo er þurrefnunum bætt í og að lokum stöppuðum bönunum. Þetta er svo hrært saman vel og sett í form (muna að smyrja það), ég setti það í svona jólakökuform. Bakað í 40-50 mín á 180°C allavegana í mínum ofni, þar til brauðið er orðið gullið að ofan og farið að losna frá köntunum. Svo ef maður er óviss þá er alltaf hægt að stinga prjón ofan í og brauðið er tilbúið ef ekkert deig fer á prjóninn. 

En svo varð ég að taka svona smá outfit mynd - fannst mér ég þó gífurlega hallærisleg að taka svoleiðis myndir einhvern veginn

taskan er úr HM og það kemst endalaust í hana - hún hreinlega fyllist aldrei smá Mary poppins töfrar í henni

gallajakkinn sem ég keypti um daginn í HM sumarlegur og fínn. Keypti hann líka á gjafaprís bara 50 NKK sem er 1169 kr

Jakki HM
taska HM
Mussa Vila
gallabuxur American Eagle

Svo ekki á morgun heldur hinn kemur Davíð til mín. Ég get varla sitið kyrr af spenningi !!!! Ein mynd svo af Dimmission þar sem Davíð dimmiteraði sem Norðmaður :) 
Ég er að spá að baka einhvern vegin köku þegar davíð kemur - nú er bara að lesa uppskriftir og velja þá bestu 

Jóhanna Sigríður <3 

No comments:

Post a Comment