Monday, June 4, 2012

Vinkonublogg


Ég sakna vinkvenna minna alveg gífurlega mikið :( Finnst ótrúlega gaman að skoða myndir af okkur saman og hl usta á lög sem minna mig á þær.

The Way I Are með Timbaland minnir mig alltaf á Önnu Mjöll - MR árin okkar þegar við stigum trylltan dans við þetta lag á böllunum. Ógleymanlegar stundir



Kun For Mig med Medina er lagið okkar Hafdísar. Á hjúkkudjömmunum okkar er það algerlega ómissandi og ef við stöllur heyrum það á djamminu förum við að djamma strax. 



Þetta myndi ég segja vera lagið okkar Önnu Kristínar - man alltaf þegar það heyrðist you´ve got a fat ass car í staðin fyrir You´ve got a fast car með Tracy Chapman



Club Can´t Handle Me með Flow Rida er eitt af mörgum lögum okkar Írisar sem við höfum sungið hástöfum á kókrúntunum okkar reglulegu. Þurfum Íris að taka einn kókrunt um leið og ég kem heim



Wannabe með Spice Girls er held ég eitt af mörgum lögum okkar Auðar, enda búnar að vera vinkonur í 16 ár og ólumst saman í Spice Girls æðinu !!



Svo Californa Gurls með Katy Perry og Snoop Dogg minnir mig á ferðalagið okkar Tinnu Bjargar. Þegar við hlustuðum á þetta í lestinni frá Lúx til Parísar og svo á sundlaugarbakkanum í Opio hjá Leu og Guðrúnu í France



Svo því ég nefni nokkrar vinkonur mínar þarf ég að nefna múttu. The Best með Tinu Turner hefur ófáum sinnum verið spilað í Grænumýrinni og ekki spillir fyrir að hafa séð þessa konu life í London 


Svo þó Davíð sé ekki vinkona mín fær hann samt lag. Þetta er eitt af mörgum lögum okkar, sum jafn fáránleg og þessi. Textinn er mjög mjög spes en samt alltaf jafn gaman að syngja þetta lag í bílnum á leiðina í Sveitina

Svo kemur Davíð á morgun - held ég geti ekki sofið af spenningi en þarf að vakna snemma vegna þess að ég ætla að baka !!! 

Þangað til næst Jóhanna


No comments:

Post a Comment