Wednesday, June 13, 2012

Pjakkur

Pabbi og co hérna í Noregi eiga hund sem heitir Pjakkur og er af tegundinni ungversk vizla. 



Hann er alveg dásamlegur hundur og hefur reynst mér rosalega vel. Síðast þegar ég var hjá pabba fyrir rúmu ári síðan þá var ég ein heima og það steinleið yfir mig. Ég skallaði líklega innréttinguna í eldhúsinu og rotaðist því ég rankaði ekki við mér fyrr en rúmum kllukkutíma síðar. Þá lá ég á gólfinu og pjakkur var alveg upp við mig og með andlitið hans að mínu og ég var alveg rennblaut í framan þannig hann hefur reynt að vekja mig með því að reyna að sleikja mig í framan. Restina af ferðinni þá fylgdi hann mér eins og skugginn og ef ég fór á klósettið þá beið hann fyrir utan hurðina og vældi.

Nú svo þegar ég kom núna í lok apríl þá virtist eins og hann hafði engu gleymt - passaði mjög vel upp á mig. Ég fékk gubbupest fyrstu dagana og hann lá við hliðina á rúminu mínu allan tíman og fylgdi mér upp á klósett ef ég þurfti að æla og sat og beið fyrir utan hurðina og vældi. Hann Pjakkur er semsagt algjört æði.

Svo er Pjakkur lika svakalega góður við hann Pálma - hann gelti reyndar aðeins á hann fyrst en núna er hann svo góður við hann og skynjar algjörlega að hann sé eitthvað aðeins öðruvísi :)

Kveðja frá Norge Jóhanna

No comments:

Post a Comment