Pabbi og co hérna í Noregi eiga hund sem heitir Pjakkur og er af tegundinni ungversk vizla.
Nú svo þegar ég kom núna í lok apríl þá virtist eins og hann hafði engu gleymt - passaði mjög vel upp á mig. Ég fékk gubbupest fyrstu dagana og hann lá við hliðina á rúminu mínu allan tíman og fylgdi mér upp á klósett ef ég þurfti að æla og sat og beið fyrir utan hurðina og vældi. Hann Pjakkur er semsagt algjört æði.
Svo er Pjakkur lika svakalega góður við hann Pálma - hann gelti reyndar aðeins á hann fyrst en núna er hann svo góður við hann og skynjar algjörlega að hann sé eitthvað aðeins öðruvísi :)
Kveðja frá Norge Jóhanna
No comments:
Post a Comment