En ég hef þó oft fengið þá spurningu bæði frá jafnöldrum mínum jafnframt þeim sem eldri eru eru hvort ég ætli ekki að skella mér í læknisfræði að náminu loknu eða að bara hætta í hjúkrunarfræði og fara yfir í læknisfræði. Einnig hef ég fengið það komment já ertu BARA í hjúkrunarfræði. Ég skil þetta ekki - sama hversu mikið ég velti mér fyrir þessu þá skil ég þetta ekki. Læknisfræði er mjög spennandi fag og ég þekki marga frábæra krakka sem eru í því fagi en þetta er ekki eitthvað sem heillar mig en ég skil fullkomlega að þetta heillar einhverja aðra. Mig langar að verða Hjúkrunarfræðingur og ég er ekki að sætta mig við það starf heldur er þetta það sem mig langar að gera. Á spítalanum sem og öðrum heilbrigðisstofnunum er margar starfsstéttir sem vinna saman; læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfarar, ritarar, flutningsfólk og svo mætti lengi áfram telja en allir þessir hlutar eru jafnmikilvægir til þess að mynda þá heild sem spítalinn er. Ef einn hlekkinn vantar þá getur spítalinn engan vegið fúnkerað.
hohoho
skurðstfuhjúkkulingar
1.árs nemarnir :)
hjúkkuvikan er reyndar búin en á samt alltaf við :)
No comments:
Post a Comment