Saturday, June 2, 2012

Hjúkkublogg

Ég er einstaklega stolt af því að vera hjúkrunarfræðinemi. Fann nám sem á ótrúlega vel við mig, í miklum samskiptum við fólk bæði sjúklinga og aðrar starfstéttir svo sem lækna, sjúkraliða, sjúkraþjálfara og svo mætti áfram telja. Þetta starf finnst mér gífurlega gefandi hvort sem ég er að vinna á hjúkrunarheimili eða spítalanum. Að hjálpa fólki að líða vel, huga að ýmsum hjúkrunarvandamálum svo sem næringu, húðinni, félagslegum og andlegum þáttum. Að fá að fylgja sjúklingnum á spítalanum frá upphafi til enda og huga að hjúkrunarþörfum hans er eitthvað sem mér finnst ómetanlegt að fá að upplifa og er fullviss um að þetta sé það sem ég vil starfa við í framtíðinni.

En ég hef þó oft fengið þá spurningu bæði frá jafnöldrum mínum jafnframt þeim sem eldri eru eru hvort ég ætli ekki að skella mér í læknisfræði að náminu loknu eða að bara hætta í hjúkrunarfræði og fara yfir í læknisfræði. Einnig hef ég fengið það komment já ertu BARA í hjúkrunarfræði. Ég skil þetta ekki - sama hversu mikið ég velti mér fyrir þessu þá skil ég þetta ekki. Læknisfræði er mjög spennandi fag og ég þekki marga frábæra krakka sem eru í því fagi en þetta er ekki eitthvað sem heillar mig en ég skil fullkomlega að þetta heillar einhverja aðra. Mig langar að verða Hjúkrunarfræðingur og ég er ekki að sætta mig við það starf heldur er þetta það sem mig langar að gera. Á spítalanum sem og öðrum heilbrigðisstofnunum er margar starfsstéttir sem vinna saman; læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfarar, ritarar, flutningsfólk og svo mætti lengi áfram telja en allir þessir hlutar eru jafnmikilvægir til þess að mynda þá heild sem spítalinn er. Ef einn hlekkinn vantar þá getur spítalinn engan vegið fúnkerað.


hohoho

skurðstfuhjúkkulingar
1.árs nemarnir :) 
hjúkkuvikan er reyndar búin en á samt alltaf við :)



Langaði bara koma með smá hjúkkublogg :) Jóhó


No comments:

Post a Comment