Það var sko nóg brallað í Danmörku. Skellt sér í verslunarferð með Binna. Hann þurfti algjörlega á hjálp minni að halda því þegar við stigum fæti inn í H&M þá féllust honum hendur því úrvalið var of mikið. Þannig að uppáhaldsfrænkan kom honum auðvitað til hjálpar. Náði hann því að versla buxur, peysu og boli með minni aðstoð :) En auðvitað verslaði ég mér eitthvað: Blazer, hálsmen, bleika hælaskó, 2 síðermaboli og hlaupabuxur og hlaupabol. en ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli :)
í nýju hlaupabuxunum og hlaupabolnum. Ready í útihlaup dagsins í Noregi
Hérna er miðbær Noregs - radison hótelið sést þarna (eitthvað fyrir Tinnu)
Á leiðinni í skipinu þá fór ég á svona hlaðborð og þar var gjörsamlega allt þarna á boðstólnum og þar sem ég elska sjávarrétti þá varð ég að fá mér - þetta er sjúklega gott þó þetta líti illa út. En kræklingur og rækjur með aioli - er ógeðslega gott
Svo sóttum við Björk Binna á flugvöllinn um miðja nótt og í kjölfarið tók við keyrsla heim sem var mjög fjörug haha villtumst smá
Við kíktum á Karnival og það var spes. Þar sem það var eiginlega bara hátið fyrir fulla unglinga að vera í búning. Við misstum af aðashowinu en það var klukkan 11 um morguninn og við mættum upp úr 12. Það var allt út í bjórflöskum og fólk áfengisdautt út í vegakanti - já mjög smekklegt allt heheheh
Þetta eru bleiku skórninr sem ég keypti - mjög þægilegir þrátt fyrir að vera pínu háir. Er svona ekki eins og dvergur við hliðina á Davíð í þessum skóm
Keypti þetta hálsmen. Er búin að sjá það svo oft á netinu og í búðunum í Noregi að ég varð bara að eignast það. Svo fjárfest var í því í Dk
Nýi blazer jakkinn minn hann er í raun dekkri en myndin sýnir. En hann er ótrúlega þægilegur og já fékk hann á kostaverði hehe 100 Dkk eða um 2200 krónur or some
Skelltum okkur svo á ströndina á sunnudaginn - var alveg geggjað veður milli 25 og 30°C. Við Helena þarna á góðri stund. Hún var mjög mikið að velta því fyrir sér hvort hún mætti ekki bara kalla mig stóru systur sína, það er meira spennandi en bara frænka
Þarna erum ég, Binni, Daníel og Helena í sjónum
í strandbænum Blokhus - rosa krúttlegur bær
Skelltum okkur svo í dýragarð sem heitir Givskud Zoo og er rétt hjá Billund og fórum við þangað í leiðinni og við skutluðum Binna á flugvöllinn. Þarna má sjá vini mína nokkra Buffaloa - alveg að drepast úr hita
Kíktum á apana - þeir voru mjög mikið að hreinsa eitthvað af bakinu á hvor öðrum og éta það svo - frekar mikið ósmekklegt
í dýragarðinum - þar sem górillurnar búa
Vinur minn herra nashyrningur, liggjandi í eigin skít rosa smart
Hjá fílunum :)
Æjj vorkenndi þessum fíl svo - var alltaf að reyna að ná sér í einhver blóm þarna niðri en ekkert gekk :(
Þetta svakalega retró lamadýr. Fengum að gefa þeim gulrætur - svaka stuð. Þarna voru þeir að missa vetrarfeldinn
Á leiðinni til Noregs - í nýja fína jakkanum
Á hlaðborðsstaðnum - þarna var skipið ekki lagt af stað svo mér var ekki orðið óglatt. En þegar ég kláraði að borða og var komin niður í sætið mitt þá varð mér svo óglatt þegar skipið fór að hreyfast og var óglatt alla ferðina.
Naglalakkaði mig í lestinni með nýju naglalökkunum sem ég keypti í fríhöfninni í skipinu. Mæli alveg hiklaust með þessum naglalökkum
Svo er bara 6 dagar í að þetta tvíeyki verður sameinað á ný. Get ekki beðið eftir að hitta þennan sæta gaur aftur. Eftir meira en mánaða fjarveru.
Jóhanna Sigríður <3
No comments:
Post a Comment