Saturday, May 12, 2012

Möffins

Jæja ég var víst búin að lofa myndum af afrakstri kökugerðar og ég stend við það. 
Ég ákvað að gera súkkulaðimöffins þar sem ég er öruggust að baka það en mun fara einhvern tímann út fyrir þægindarammann minn. 


Uppskriftin er svohljóðandi


150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki - lint
2 egg
260 gr hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 gr kakó
2 dl mjólk 

bakað við 180°C í  ~20 mínútur

Þeytti saman smjörlíki, sykur og búðursykur og bætti svo einu eggi samanvið og þeytti og bætti svo seinna egginu við. Bætti svo öllum þurrefnunum við og mjólkinni og hrærði áfram en mikilvægt er að hræra mjög lítið svo að kökurnar lyfti sér vel. 

Krem: 
100 gr Smjörlíki 
2 1/2 dl flórsykur
1 Eggjarauða 
2 tsk Vanilludropar 
1 msk kakó
1 msk kaffi
svo má bæta við matarlitum að vild :)
Bætti við kaffi og kakó svona til að þetta væri ekki alveg eins og smjör á litinn og til að fá smá bragð :)


svona líta svo kökurnar út :)

Með kökukveðju Jóhanna Sigríður

No comments:

Post a Comment