Friday, May 11, 2012

Kökur

Vá hvað það er óþægilegt þegar facebook hrynur - það er alveg þvílíkt það sem maður er háður þessum tímaþjóf. En mér finnst það sér í lagi erfitt að vera í öðru landi og vilja spjalla við fólkið mitt heima og nei nei facebook bara bannar það !! Facebook hefur bilað hjá mér einu sinni áður og þá gat ég ekki séð notifacationsið í svona 3 vikur :/ frekar óheppilegt - en vonum að þessi bilun stoppi stutt svo þið getið nú öll spjallað við mig ;)

En vá ég er komin með eitthvað kökuæði - ekki það að ég hafi bakað köku hér í Noregi ennþá en ég stefni á það á morgun - svo þið rukkið mig um það. Cupcakes er í alveg sérstöku uppáhaldi, mér finnst það svo ótrúlega fallegar

Ég verð búin að mastera möffins gerð eftir Noregsdvölina

Möffinsfrmin eru líka svo flott

Þær taka sig svo agalega vel út á disk
En í dag ætlaði ég að vígja nýju bleiku buxurnar en nei nei var ekki bara rennilásinn bilaður þegar ég var að fara að renna honum upp :( Svo henti ég kassakvittuninni og líka miðanum af buxunum :( En ég ætla að reyna að fara á morgun með pabba og fá nýjar en annars er þetta bara minn missir :( og ég þarf væntanlega að kaupa mér nýjar. 

En svo annað en möffins þá finnst mér svona sugarpaste eða sykurmassi eða fondant ótrúlega spennandi og fallegt. Endalaust fallegar kökur til og alveg ótrúlega mörg youtube myndbönd


so pretty

næsta afmæliskakan mín verður svona

eða jafnvel svona
En svo annað en möffins þá finnst mér svona sugarpaste eða sykurmassi eða fondant ótrúlega spennandi og fallegt. Endalaust fallegar kökur til og alveg ótrúlega mörg youtube myndbönd
svona sykurmassakennsla á íslensku á youtube :) er í tveimur hlutum

svo annað svona á ensku 

Svo það verður möffins gerð á morgun til þess að gleðja mig eftir að bleikubuxurnar eru ónýtar :( 

Jóhanna - verðandi kökugerðarskvísa



2 comments: