Jæja þann 17.maí síðastliðinn var þjóðhátíðardagur Norðamanna og voru allir að venju búnir að flagga og klæða sig í þennan svokallaða búnað = bunad. Svo í tilefni dagsins þá ákvað ég að skella í cupcakes og prufa nýju formin mín, matarlitina og sprautudótið
En ég skellti mér í 3 tíma reiðtúr með Ingvild vinkonu minni frá hjúkrunarheimilinu. Þetta var rosalega gaman - bara íslenskir hestar og skemmtilegheit. Eitt fannst mér þó stórfurðulegt - sumir hestarnir voru hryssur en báru kk nafn. Líkt og ein hryssan hét Glámur or some. Alveg stórfurðulegt. En þetta var svo geðveikt en ég er alveg vel aum í rassinum eftir þetta og á eftir að fá feitar harðsperrur á morgun.
En þetta er afraksturinn af 17.maí bakstrinum. Ég notaði alveg sömu uppskrift og síðast af muffinsinu - ef þið viljið baka þá getið þið skrollað aðeins niður. Einnig notaði ég sömu uppskrift af kreminu nema ég tvöfaldaði uppskriftina og sleppti kakóinu og kaffinu og bætti við bleikum matarlit og voila.
Svo átti ég smá skraut og settum því smá perlur ofan á þær
En næsta vika er bara spennandi. Er aðeins í fríi í vinnunni - alveg nauðsynlegt að fá frí svona inn á milli enda var ég búin að vinna í 9 daga án dags frís. En á miðvikudaginn fer ég til Bjarkar frænku og hlakka rosalega mikið til. Ætla að vera í 6 daga og versla - tana og slappa af enda er búið að spá allt að 20°C hita :)
Svo á mánudaginn á litla skrímslið - litla yndið hún Elva Rún afmæli - verður 14 ára skvísa. Auðvitað ætlar stórasystir að baka en spurningin er bara hvort það verður cupcakes eða kaka með sykurmassa. Á eftir að finna svona jurtafeiti hérna svo ef ég finn það ekki í tæka tíð fyrir afmælið þá verður það Cupcakes en annars stefni ég að sykurmassaköku :)
Jóhó <3
No comments:
Post a Comment