Tuesday, May 22, 2012

Sól og sumar

Í dag var algjört Spánarveður. Á neitnu stóð að það væri 24°C en ég sver að á pallinum hér á Betzy Kjelbergsgate 9 var a.m.k. 30°C. Í þessu veðri þýddi ekkert annað en að skella sér í bikiníið, setja upp sólgleraugun og taka með sér góða bók í sólina. 

Sólin hefur pottþétt þurft að vera með sólgleraugu í dag hoho

En þar sem það var svona ótrúlega heitt þá gat ég ekki staðist þess að fá mér ískalt kók. Eins og flestir sem þekkja mig vel vita að ég get sjaldan staðist kók og finnst fátt betra en að fá mér eina ískalda kók og sér í lagi í dós.

Svo var auðvitað skellt sér í búðina og keypt sér jarðaber og bláber og ég get sagt ykkur það að það er mart dýrt hér í Noregi en jarðaber og bláber eru á spottprís miðað við Ísland. Keypti eina stóra öskju af jarðaberjum og litla af bláberjum á 500 kr íslenskar sem ég tel nú bara nokkuð vel sloppið 
ég er að lesa þessa bók og hún er algjört ÆÐI. Einnig hef ég séð myndina og hún er alls ekkert síðri. Með betri myndum sem ég hef séð. Enda fór ég hana þrisvar í bíó að ég held og hef horft á myndina margoft á flakkaranum. 

En á morgun er ferðadagur. Tek ég þriggja tíma lest til Kristiansand og svo þaðan tek ég ferju yfir til Hirtsals en þá mun Morten koma að sækja mig. Svo síðar um kvöldið förum við Björk til Billund og sækjum Binna frænda - þetta verður algveg geðveikt :) 
Þar verður kíkt á ströndina liklega, svo verður Karnival í Ålborg. Kannski að maður skellir sér í tívolíið og jafnvel Fårup Sommerland

Fårup

Ég læt heyra í mér frá Danmörku 
Jóhanna Sigríður <3 



No comments:

Post a Comment