Datt inn í þetta þegar þetta var á skjá einum og nú verð ég að fylgjast með. Einnig var ég diggur aðdáandi Beverly Hills 90210 og þegar ég var í 3.bekk í MR þá fór ég alltaf beint heim eftir skóla - horfði á 90210 og fór svo að læra haha
Glee - ég fæ algjöran kjánahroll þegar ég horfi á hann EN samt finnst mér þetta svo skemmtilegt. Uppáhaldspersónan mín er klárlega Quinn og svo nýji Joey
Greys er gjörsamlega uppáhaldsþátturinn minn - á alla þættina og get horft á þættina aftur og aftur
Game of Thrones - byrjaði að horfa á þá með Davíð og þetta eru alveg drullugóðir þættir. Fyrstu þættirnir fannst mér þetta basically vera bara blóð og kynlíf
Criminal minds - þættirnir sem eru á RÚV - love them.
Nú var Desperate housewives að klárast :( En samt komið nó held ég -
Gossip girl - Algjörir stelpuþættir en ég horfi á þá anyway. Eiginlega samt að vita bara hverjir munu enda saman þ.e. Chuck og Blair
Þessir þættir ohh hvað 15 seríur or some og mér finnst alltaf jafn gaman að detta inn í einn og einn þátt. Elska Olivia og svo auðvitað Tutuola (Ice-T)
Private practice - eftir að Addison fór úr greys anatomy fór ég að fylgjast með þessum þegar hún byrjaði þar :) Svo er líka rosa gaman þegar Private practice og Greys anatomy tengjast í nokkrum þáttum
En að Noregi og mér þá er bara allt gott að frétta. Er búin að fá vera á fullu að taka aukavaktir og tek aukavaktir alla vikuna nema á laugardag. Því á laugardag þá er ég að fara í reiðtúr með Inghvild norsku vinkonu minni og ekki skemmir fyrir að við verðum á íslenskum hestum í 3 tíma
Styrmir hesturinn okkar heima :)
Svo er ég að fara núna á miðvikudaginn eftir viku til Bjarkar frænku í Danmörku. Rosa spennt og ætla að vera í 6 daga þar - rosa spennt
Við Björk og Helena sumarið 2010 þegar við Tinna fórum í ferðina okkar
En ég kvíði samt hrikalega að þurfa að fara í skip. Hata skip meira en allt - er buin að ná að forðast að fara í bát ég veit ekki hvað lengi nema þegar ég fór í viðeyjarferjuna síðasta sumar og svo siglingin á Marmaris.
Þó að siglingin hafi verið í algjörlega í logni varð ég samt sjóveik og Davíð var svo mikið yndi og sat með mér megnið af leiðinni og borðaði brauð með mér.
XOXO Jóhanna Sigríður
No comments:
Post a Comment