Jæja nú má með sanni segja að sumarið sé komið í Stavanger, í gær og dag er búið að vera 16°C + og rosa gott veður. Búin að skella mér í göngutúr í góða veðrinu með hundinn. En það var vaknað um 10 í morgun og svo um 11 hófst baksturinn.
Gerði ég súkkulaðiköku úr muffinsuppskriftinni sem ég setti hér inn um daginn. Skipti deginu í tvennt og setti í tvo hringlaga form. Svo bjó ég til súkkulaðikrem, uppskriftin af því er svohljóðandi:
30 gr smjör/smjörlíki
2msk mjólk
2 msk kaffi
250-300 gr flórsýkur
2 msk kakó
1 tsk vanilludropar
Bræða smjörlíkið og blanda við mjólkina og kaffið og svo er kakóinu bætt við og hrært vel. Siðan er flórsykrinum bætt við jafnt og þétt og að lokum vanilludropunum.
Setti ég krem á báða botnana þ.e. það er krem bæði á toppnum á kökunni og í miðjunni.
Síðan var að búa til sykurmassan og ég var að gera þetta í fyrsta skipti. En ég var búin að liggja yfir þessu - googla uppskriftir og myndbönd svo ég hefði nú einhverja hugmynd hvernig átti að gera þetta.
Uppskriftin af sykurmassanum sem ég notaðist við var svona:
175 g sykurpúðar
475 g flórsykur (ég notaði aðeins minna)
2 msk vatn
matarlitur að eigin vali (þarf helst að nota gelmatarliti og muna að setja lítið fyrst því alltaf er hægt að bæta við lit - en ef þið eigið ekki gelmatarliti getið þið alveg notað í vökvaformi en þá þarf vökvinn úr matarlitnum og vatnið að vera samtals 2 msk)
palmínfeiti - jurtafeiti
Aðferð: skál sem setja má í örbylgju er smurð með palmínfeiti, einnig er borðið sem þið ætlið að nota (gott er að nota plastmottu) smurt með palmínfeiti sem og sleifin. Setjið svona 2/3 af flórsykrinum á borðflotinn og búið til svona holu í flórsykurinn. Sykurpúðarnir eru settir í skálina auk vatnsins og látið í örbylgjuna í 1 mín. Þá er opnað og hrært vel í - sykurpúðagumsið á að vera alveg kekkjalaust svo ef það er einhverjir kekkir látið þá aftur í örbylgjuna í svona 30 sekúndur. Þegar sykurgumsið er kekkjalaust þá er matarliturinn blandað saman við og þá er það sett í flórsykursholuna og svo er í raun bara verið að blanda flórsykrinum við massann. En áður en farið er að hræra í þessu þá þarf að smyrja hendurnar ótrúlega vel með palmínfeitinni - auðveldar verkið til muna. Svo er þetta hnoðað og hnoðað líkt og brauð. Þegar þetta er orðið vel stíft þá er massinn tilbúinn :) - þá er bara að fletja út og já palmínfeiti á kökukeflið - og verið dugleg að smyrja feitinni á hendurnar jafnt og þétt. Svo er þetta flatt út og sett á kökuna :)
Þið getið svo endilega skoðað vidjóin sem ég setti um daginn á síðuna - þar er svona kennslumyndbönd :D
En í gær var rosa gott veður og þá fannst mér tilvalið að naglalakka mig :)
Þó það var sumarveður þá skelltum við systur okkur í bíó á the Dictator og var bíóið svona rosalega krúttaralegt :)
næsta blogg verður svo frá sólinni í Danmörku :)
Jóhanna
No comments:
Post a Comment