Jæja nú hef ég lítið bloggað síðustu viku því Davíð kom í heimsókn. Ég var algjörlega himinlifandi þegar hann kom og nóttina áður gat ég varla sofið fyrir spenningi. Það var alveg frábært að hafa hann hjá mér en alveg ömurlegt að þurfa að kveðja hann í dag, viðurkenni fúslega að það láku nokkur tár. En það var margt skemmtilegt sem við gerðum saman og nutum þess einfaldlega að vera saman þennan stutta tíma. Við skelltum okkur í bæjarleiðangur og gátum við fundið Asics íþróttaskó á Davíð sem ég gaf honum í afmælisgjöf og auðvitað kíktum við í mallið Kvadrat og sýndi ég honum hæfileika mína og við fundum rosa fína peysu og gallabuxur. Skelltum við okkur nokkrum sinnum út að borða, í siglingu inn Lysefjordinn þar sem Preikestolen er og einnig í Tívolíið á svæðinu :)
Davíð sætur í Kongeparken
Við systur í Tívolíinu.
Kongeparken
Hún Elva Rún var sú sem þorði í flest öll tækin. Ég skellti mér í einn rússíbana - sá stærsti í Kongeparken en þessi blessaði rússíbani tók upp á því að snúast rosalega hratt í hringi þannig mér varð suddalega flökurt og endaði svo á að kasta upp. En ég fór þó í nokkur tæki í viðbót og Davíð líka en Elva tröllreið öllu og skellti sér í hvert tæki á fætur öðru.
Hér er svo útsýnið úr einu tækinu í Tívolíinu sem ég þorði í :P
Við Davíð fórum á kaffihús í mollinu og ég fékk mér Swiss mocca með sykurpúðum út í en jesús góður þetta var ekki gott Swiss Mocca og Caffe Latte sem Davíð fékk var heldur ekkert að hrópa húrra fyrir
Við skelltum okkur í siglingu eins og ég sagði áðan. Hérna sést svo Preikestolen frá sjónum. Okkur langaði upp en það þurfti eiginlega að vera rosalega gott veður til þess að það er þess virði og svo útsýnið sé flott. þannig við eigum það bara inni einhvern tímann seinna
Þá verður útsýnið vonandi eitthvað líkt þessu :)
Fórum út að borða einu sinni á ítalskan stað og ég fékk þetta dýrindist sjávaréttapasta. Er komin með algjört æði fyrir sjávaréttum. Humar, kræklingur, hörpuskel, lax og svo mætti lengi áfram telja
Auðvitað var svo kíkt á McDonalds
Þegar Davíð kom hingað biðu hans svo gulrótarmuffins og hér er uppskriftin :)
2 egg
2dl heiti
2 dl sykur
1 tsk kanill
1 tsk matarsódi
1 tsk vanillusykur (hægt að nota líka vanilludropa)
3 dl rifnar gulrætur
1 dl hakkaðar heslihnetur
1/2 dl kókosmjöl
Egg og sykur eru þreytt vel saman og reistinni svo bætt varlega saman við. Bakað við 175°C í 30 mín (gott að athuga með pinna)
Krem: 100 gr rjómaostur
60 gr smjör
3 dl flórsykur
2 tsk vanilludropar
matarlitur af vild
ég ákvað að nota ekki matarlit í þetta skiptið. En maður blandar mjúkum rjómaosti og smjöri saman og bætir svo flórsykrinum smátt og smátt saman við og að lokum vanilludropunum og matarlitnum ef maður vill
Svona leit maður svo út þegar maður sótti kallinn
jakki: fíni fíni blómajakkinn
hálsmen: H&M
buxur: Cubus
bolur Vero Moda
sólgleraugu: Roberto Cavalli
En svona af því að Davíð fór að versla þá varð ég náttúrulega að gera það líka enda Kvadrat mín Kringla núna og því keypti ég mér
Gular gallabuxur - ég bara varð. Þetta var eiginlega bara fyrir elskulegar vinkonur mínar. Tinna Björg, Hafdís, Anna Mjöll og Anna Kristín nú á ég eitthvað gult til að vera í :) Þið megið svo allar fá lánað hjá mér
Ykkar Jóhanna
No comments:
Post a Comment