Sunday, June 24, 2012

Products I Love

Dagný vinkona stakk upp á að ég kæmi með svona snyrtivörublogg og auðvitað skelli ég í eitt svoleiðis :)
Alla tíð sem ég hef verið lítil þá hef ég elskað snyrtivörur. Vinkona hennar ömmu á Hygeu snyrtivöruverslanirnar og var hún alltaf dugleg að gefa mér prufur og vörur þegar ég var lítil. Man ég eftir góðum tímum þegar ég og Auður fórum heim eftir skóla og máluðum okkur eða þegar ég og Tinna vorum að leika leikrit og máluðum okkur með snyrtivörunum mínum. Ég var yfirleitt prinsessa en Tinna fannst sniðugara að vera kóngur eða prins eða jafnvel ljón.
Hérna erum við stöllur á góðum degi. Samt undarlegt að Tinna sé með dúkku þar sem þær voru aldrei í uppáhaldi á þeim bæ

En ég ætla að sýna ykkur hverjar eru mínar uppáhalds snyrtivörur núna 
Þetta meik er klárlega best og jafnar út húðina mína gífurlega. Maður þarf alls ekki mikið af þessu og það er mjög erfitt að klúðra því að setja þetta á. 
Þetta púður fékk ég í jólagjöf frá ömmu og afa og er það alveg frábært - þekur mjög vel og maður fær æðislega flotta áferð

Svo er sólarpúðrið mitt frá Mac og sama hversu mikið ég nota af því þá virðist sem ekkert fari af því er alveg viss um að það sé endalaust. 

Kinnaliturinn minn er frá Mac og fékk ég hann í afmælisgjöf einhvern tímann frá stelpunum og hann er ótrúlega fallegur á litinn

Svo nota ég þennan maskara en hann er ótrúlega góður og hann lengir augnhárin vel og auk þess greiðir hann vel úr þeim þannig þau verða ekki klesst saman

Síðast en ekki sist
Þessi augabrúnablýantur er mjög góður og liturinn alls ekki gerfilegur að neinu leiti og hann er frá Helenu Rubenstein

Sunnudagskveðja Jóhanna :) 








No comments:

Post a Comment