Thursday, June 28, 2012

STÓRAR FRÉTTIR

Jæja þá er maður búin að vera í vinnunni í þessari viku en allan tíman með smá hálsbólgu og kvef en fór í vinnuna nú samt, en svo í gærkvöldi leið mér ótrúlega illa og mældi mig og var komin með hita :( Þannig engin vinna í dag en er búin að hella í mér heitu vatni með sítrónu, hunangi og hvítlauk og fá mér hálsbrjóstsykur og ég ÆTLA í vinnuna á morgun það er bara þannig. 

En ég er með 2 fréttir handa ykkur sú fyrr er .......


Að við Davíð Þór erum að fara að leigja saman vííííííj 
Fengum úthlutað íbúð hjá Byggingarfélagi Námsmanna upp í Grafarholti. Ég veit hvað þið eruð að hugsa Grafarholt er leeeeeengst í burtu en þetta var á hagstæðasta verðinu og já ekki einhver niðurgrafin kjallarahola með myglusvepp. Ég var búin að skoða og skoða og skoða og leigan var alltaf vel yfir 100 þúsund og ef hún var undir það var íbúðin kannski 35 fm. 

Hér er svo linkur á teikningu af íbúðinni

Ókosturinn er reyndar sá að við fáum hana afhenta 3.júlí og já eins og þið vitið verð ég ekki komin heim þá. En þetta var það eina i boði, ef við myndum ekki taka þetta var mjög ólíklegt að félagið eitti einhverjar íbúðir á lausu í haust þar sem ég er jú svo aftarlega á biðlista. 

Þannig að Davíð verður bara duglegur og byrjar að flytja inn dótið okkar inn í íbúðina áður en ég kem heim þannig allt verður ready þegar ég kem loksins heim. 

En svona er það þegar maður er að flytja að heiman þá á maður varla nein húsgögn eða aðra hluti sem vantar í búið !! Þannig ef ykkur vantar að losna við gömul húsgögn eða eitthvað annað sem passar fínt í íbúð þá getiði haft samband við okkur Davið :) 

Hinar fréttirnar eru þær að ég er búin að ákveða dagsetninguna þegar ég keim heim og það er 

14.ágúst :) 
átti reyndar vaktir alveg alla þá viku alveg niður 19.ágúst en ég náði að fiffa það til og seinasta vaktin mín er sunnudagurinn 12.ágúst og ég kemst því heim með beinu flugi þann 14.ágúst :) 

Kveðja Frá Norge Jóhó :) 


Sunday, June 24, 2012

Products I Love

Dagný vinkona stakk upp á að ég kæmi með svona snyrtivörublogg og auðvitað skelli ég í eitt svoleiðis :)
Alla tíð sem ég hef verið lítil þá hef ég elskað snyrtivörur. Vinkona hennar ömmu á Hygeu snyrtivöruverslanirnar og var hún alltaf dugleg að gefa mér prufur og vörur þegar ég var lítil. Man ég eftir góðum tímum þegar ég og Auður fórum heim eftir skóla og máluðum okkur eða þegar ég og Tinna vorum að leika leikrit og máluðum okkur með snyrtivörunum mínum. Ég var yfirleitt prinsessa en Tinna fannst sniðugara að vera kóngur eða prins eða jafnvel ljón.
Hérna erum við stöllur á góðum degi. Samt undarlegt að Tinna sé með dúkku þar sem þær voru aldrei í uppáhaldi á þeim bæ

En ég ætla að sýna ykkur hverjar eru mínar uppáhalds snyrtivörur núna 
Þetta meik er klárlega best og jafnar út húðina mína gífurlega. Maður þarf alls ekki mikið af þessu og það er mjög erfitt að klúðra því að setja þetta á. 
Þetta púður fékk ég í jólagjöf frá ömmu og afa og er það alveg frábært - þekur mjög vel og maður fær æðislega flotta áferð

Svo er sólarpúðrið mitt frá Mac og sama hversu mikið ég nota af því þá virðist sem ekkert fari af því er alveg viss um að það sé endalaust. 

Kinnaliturinn minn er frá Mac og fékk ég hann í afmælisgjöf einhvern tímann frá stelpunum og hann er ótrúlega fallegur á litinn

Svo nota ég þennan maskara en hann er ótrúlega góður og hann lengir augnhárin vel og auk þess greiðir hann vel úr þeim þannig þau verða ekki klesst saman

Síðast en ekki sist
Þessi augabrúnablýantur er mjög góður og liturinn alls ekki gerfilegur að neinu leiti og hann er frá Helenu Rubenstein

Sunnudagskveðja Jóhanna :) 








Thursday, June 21, 2012

Spítalablogg

Jæja þá er maður búinn að heimsækja spítalann hérna í Stavanger og þá ekki sem starfsmaður :(

Um 11 í gærkvöldi þá kastaði ég upp og svo var ég að labba niður stigann og það er það síðasta sem ég man. Það leið semsagt yfir mig og ég rotaðist og var meðvitundarlaus í nokkrar mínútur og vaknaði svo eitthvað en missti meðvitund svo eitthvað. En í raun man ég ekki neitt fyrr en ég var komin á bráðamóttökuna á spítalanum.
Svo endaði ég á að fara í CT myndatöku og endalausar blóðprufur og fékk þann heiður að vera með hálskraga.
Blóðþrýstingurinn var eitthvað í ruglinu frétti ég í sjúkrabílnum var hann 200/179 og svo lækkaði hann í 90/50 samkvæmt hjúkrunarfræðingum .
En ekkert kom í ljós af myndunum og ég losnaði við hálkragann whoop whoop. En ég þurfti að gista þarna á spítalanum og fékk svo að fara heim í kringum 13.
Sem sagt við fallið rotaðist ég hressilega og fékk heilahristing. En ég er mjög fegin að vera komin heim á Betzy Kjelbergsgate 9.

Svona er maður fallegur - með hálskragann og elektróðurnar og blóðþrýstingsmælinn
Svo endaði ég á að fara í CT myndatöku og endalausar blóðprufur og fékk þann heiður að vera með hálskraga.
Blóðþrýstingurinn var eitthvað í ruglinu frétti ég í sjúkrabílnum var hann 200/179 og svo lækkaði hann í 90/50 samkvæmt hjúkrunarfræðingum .
En ekkert kom í ljós af myndunum og ég losnaði við hálkragann whoop whoop. En ég þurfti að gista þarna á spítalanum og fékk svo að fara heim í kringum 13 í dag Sem sagt við fallið rotaðist ég hressilega og fékk heilahristing. En ég er mjög fegin að vera komin heim á Betzy Kjelbergsgate 9.


Elva Rún fór á spítala í síðustu viku því hún var í strætó sem keyrði á gangandi vegfaranda og hún sat aftast og skaust alveg fremst í strætóinn.
Þannig við erum hálskragasysturnar

Svo líka þegar maður kemur heim af spítalanum þá fékk maður Sushi og íslenskan súkkulaði DRAUM.

Tuesday, June 19, 2012

Cupcakes bakstur

Jæja nú tók ég mig til og  bakaði í dag með litlu systur,  ætlaði að baka mokkacupcakes en Elva er nú ekki alveg fyrir kaffikökur svo við fórum í súkkulaðikökurnar :)

Notaðist ég við uppskriftina sem ég hef postað hérna áður - læt hana samt fylgja
 150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjör lint
260 gr hveiti
2 stk egg
1/2 tsk salt
1 tsk matarsóti
1 tsk lyftiduft
40 gr kakó
2 dl mjólk

Þeyta sykur, púðursykur og smjör saman þangað til er orðið mjög létt - bæta svo einu eggi við og halda áfram að þeyta. Svo bæta við þurrefnunum við hægt og rólega og að lokum mjólkinni. Setja í möffins form og baka við 180°C í 20 mín

Kremið:
200 gr smjör
4 1/2 dl flórsykur
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1 dl kakó

Svo notuðum við sykurmassaafgang sem við áttum og Elva bjó til svona hringi og settum ofan á kremið :) 

Verið að sprauta súkkulaðismjörkreminu á kökuna :)
Jæja búið að setja kremið á og sykurmassahringina á 

Kökurnar 

Here you go my darlings :)

Svo væri voða gaman að vita hverjir væru að lesa með smá kommentum hehe :) 

Jóhanna Sigríður


Saturday, June 16, 2012

Norge Norge

Jæja það var skellt sér á djammið í gær og það var fyrsta djammið í LANGAN tíma. En  hérna í Norex fara allir mun fyrr niður í bæ. Við Ingvild - norska vinkonan - fórum að borða niðri í bæ um 8 og svo um 22 voru bara allir staðirnir i kringum okkur fullir. En við vorum nú sem betur fer með pláss úti - voða kósý.
Kjellan með sommersby - og já með perubragði og hann er geðveikur 

Hérna sést herlegheitin :)

mmmmm strawberry daiquiri ógeðslega gott

við vorum á mexikóskum stað svo auðvitað fékk maður sér Nachos með guacamole 

Ingvild - norska vinkonan

Ógeðslega góð quesadilla

Ég var mætt aðeins fyrr í bæinn og rakst augun á þessa bleiku Kitchen Aid hrærivél og ómægod ég verð að eignast þessa - hún er geðveikt flott !!!

Útsala í HM og auðvitað kíkti kjellan inn. Keypti smá nærföt og eitt par af eyrnalokkum

jæja þetta er vinnugallinn minn - smá svona tilbreytni frá þessum hvíta sem er á lansanum heima

Svo er ég búin að  vera rosa dugleg að borða hollan morgunmat og geri svona smoothie á morgnanna. 
Með ananas, mangó, banana, epli, jógúrt og hafrar

XOXO jóhó

Thursday, June 14, 2012

Gamlir tímar

Ohh Íris vinkona mín sendi mér lag á facebook úr One Tree Hill og ég fékk alveg þvílíkt Flash Back. Þetta lag var endalaust spilað á sínum tíma. One Tree Hill eru svo klárlega uppáhaldsþættirnir mínir þ.e. þeir deilir fyrsta sætinu með Greys Anatomy. 
Nathan - Haley - Payton -  Lucas - Chris Keller - Mouth - Brooke - Skills
Ég horfði á þess þætti þegar þeir voru á Skjá einum og mátti aldrei missa af þætti. Uppáhaldspersónan mín var svo klárlega Haley og já auðvitað Nathan líka. Fyrstu seríurnar voru klárlega þær bestu en svo fór þetta aðeins að missa sjarmann eftir 4.seríu en ég horfði alveg niður 6. seríu bara svona til að tjekka hvernig þetta myndi enda. En nú eru komnar 9 seríur og sú 9. er síðasta serían. Ég er já bara að pæla að klára þetta - sjá hvernig þetta endar !!

Hver man ekki eftir þessu frábæra Introi - Gavin DeGraw kemst á skrið útaf OTH

Eitt af mínum uppáhalds momentum í þessum þáttum <3 

Anna Mjöll og ég elskuðum One tree hill og gerum það enn - getum hist í dag og borðað nammi og skellt einum One tree hill þætti í tækið og við erum good to go. Einnig voru við Íris öflugar áður að hrofa á One tree hill og máttum ekki missa af þætti. 

Svo var það nú að Nathan Scott (James Lafferty) og Brooke Davis (Sophia Bush) skelltu sér til Íslands og allt varð brjálað. Við stöllur þurftum auðvitað að fara að finna þau. Þannig við rúntuðum niður laugarveginn og viti menn sáum við þau ekki. Ég var reyndar í fyrstu viss um að Nathan væri Pólverji en hvað um það. Við lögðum bílnum og hlupum á eftir þeim. Svo náðum við þeim og spurðum hvort við mættum fá mynd en nei nei gleymdi ég ekki myndavélinni - en Íris bjargvættir átti síma með myndavél svo við gátum þo´tekið mynd þó hún væri gífurlega óskýr

krúið á góðri stundu hoho

Ég horfði líka á sínum tíma alltaf á OC og var algjör sökker fyrir því. Horfði á allar fjórar seríurnar þó að sú fjórða hafi ekki verið neitt spes. Spurning hvort maður þyrfti ekki að redda sér þessum seríum og horfa á þær aftur !!
Seth var alltaf í algjöru uppáhaldi og jú Summer líka 

Snilldar intro - 

En ég var þó alltaf meiri One tree hill fan en OC. Mig minnir meira að segja að í tölvufræðiverkefni í 4.bekk í MR gerðum við Anna Mjöll heimasíðu um OTH gamanaðí 

En svo er það djamm og vinna um helgina - hlakka til 

Jóhanna :) 



Wednesday, June 13, 2012

Pjakkur

Pabbi og co hérna í Noregi eiga hund sem heitir Pjakkur og er af tegundinni ungversk vizla. 



Hann er alveg dásamlegur hundur og hefur reynst mér rosalega vel. Síðast þegar ég var hjá pabba fyrir rúmu ári síðan þá var ég ein heima og það steinleið yfir mig. Ég skallaði líklega innréttinguna í eldhúsinu og rotaðist því ég rankaði ekki við mér fyrr en rúmum kllukkutíma síðar. Þá lá ég á gólfinu og pjakkur var alveg upp við mig og með andlitið hans að mínu og ég var alveg rennblaut í framan þannig hann hefur reynt að vekja mig með því að reyna að sleikja mig í framan. Restina af ferðinni þá fylgdi hann mér eins og skugginn og ef ég fór á klósettið þá beið hann fyrir utan hurðina og vældi.

Nú svo þegar ég kom núna í lok apríl þá virtist eins og hann hafði engu gleymt - passaði mjög vel upp á mig. Ég fékk gubbupest fyrstu dagana og hann lá við hliðina á rúminu mínu allan tíman og fylgdi mér upp á klósett ef ég þurfti að æla og sat og beið fyrir utan hurðina og vældi. Hann Pjakkur er semsagt algjört æði.

Svo er Pjakkur lika svakalega góður við hann Pálma - hann gelti reyndar aðeins á hann fyrst en núna er hann svo góður við hann og skynjar algjörlega að hann sé eitthvað aðeins öðruvísi :)

Kveðja frá Norge Jóhanna

Tuesday, June 12, 2012

Youtube og sumarþættir


Það er aleg óeðlilega langur tími sem ég get eytt á youtube. Ég er líka einstaklega mikið í því að hlusta á sömu lögin aftur og aftur og horfa á sömu myndböndin aftur og aftur. Mér finnst líka einstaklega gaman að horfa á myndbönd úr hæfileikakeppnum líkt og Americas got Talent, Britains got Talent og X-Factor svo dæmi séu tekin. 
Þetta áheyrnarprufa finnst mér æðisleg - ég og Anna Kristín horfðum á hana einu sinni og finnst alveg eins og hann segir fat ass car í staðin fyrir fast car hoho


Þetta lag er í algjöru uppáhaldi núna og finnst mér þessi hérna syngja það alveg ótrúlega vel. Ég var búin að heyra það oft á gullbylgjunni undanfarna vetur en vissi aldrei hvað það hét og gat með engu móti fundið það. Svo fyrir nokkru var pabbi á Youtube og spilaði þetta lag og fannst mér eins og ég hafði dottið í lukkupottin með að finna loksins þetta lag :)


Þetta lag er klárlega eitt af mínum uppáhalds lögum. Þetta er á top 25 lögunum á ipodnum mínum og er algjörlega æðislegt :) 


Svo finnst mér alltaf jafn gaman að horfa á glee myndbönd :) Þetta er klárlega eitt af uppáhalds 

En nú er sumar og flestir þættirnir í fríi eins og vera ber því maður á að vera úti að tana, í hjólatúrum og hafa það náðugt en ekki horfa á sjónvarp. En ég stenst ekki mátið og horfi því á nokkra þætti nú í sumar :)

Við systur horfum á Pretty Little Liars og er það alltaf jafn spennó :) Enda horfa margar af mínum bestu vinkonum á þessa þætti svo það er hægt að spjalla um þá. Við Marín hjúkkuvinkona minnum hvor aðra alltaf á að það sé að koma nýr þáttur hoho :) 

True Blood er algjört æði. Davíð kynnti mig fyrir þessum þáttum og ég er algjörlega in love og sérstaklega elska ég Eric Northman í þáttunum (Alexander Skarsgard).

Svo kynntist ég síðasta sumar Masterchef og mér finnst þeir æði þeir eru einmitt nýbyrjaðir og eiga eftir að stytta mér stundirnar meðan ég er hérna í Noregi. Mæli klárlega með þessum matreiðsluþáttum svo er náttúrulega Gordon Ramsey alveg eðal

Jóhanna Sigríður 



Monday, June 11, 2012

Jæja nú hef ég lítið bloggað síðustu viku því Davíð kom í heimsókn. Ég var algjörlega himinlifandi þegar hann kom og nóttina áður gat ég varla sofið fyrir spenningi. Það var alveg frábært að hafa hann hjá mér en alveg ömurlegt að þurfa að kveðja hann í dag, viðurkenni fúslega að það láku nokkur tár. En það var margt skemmtilegt sem við gerðum saman og nutum þess einfaldlega að vera saman þennan stutta tíma.  Við skelltum okkur í bæjarleiðangur og gátum við fundið Asics íþróttaskó á Davíð sem ég gaf honum í afmælisgjöf og auðvitað kíktum við í mallið Kvadrat  og sýndi ég honum hæfileika mína og við fundum rosa fína peysu og gallabuxur. Skelltum við okkur nokkrum sinnum út að borða, í siglingu inn Lysefjordinn þar sem Preikestolen er og einnig í Tívolíið á svæðinu :)
Davíð sætur í Kongeparken

Við systur í Tívolíinu. 

Kongeparken
Hún Elva Rún var sú sem þorði í flest öll tækin. Ég skellti mér í einn rússíbana - sá stærsti í Kongeparken en þessi blessaði rússíbani tók upp á því að snúast rosalega hratt í hringi þannig mér varð suddalega flökurt og endaði svo á að kasta upp. En ég fór þó í nokkur tæki í viðbót og Davíð líka en Elva tröllreið öllu og skellti sér í hvert tæki á fætur öðru. 

Hér er svo útsýnið úr einu tækinu í Tívolíinu sem ég þorði í :P

Við Davíð fórum á kaffihús í mollinu og ég fékk mér Swiss mocca með sykurpúðum út í en jesús góður þetta var ekki gott Swiss Mocca og Caffe Latte sem Davíð fékk var heldur ekkert að hrópa húrra fyrir

Við skelltum okkur í siglingu eins og ég sagði áðan. Hérna sést svo Preikestolen frá sjónum. Okkur langaði upp en það þurfti eiginlega að vera rosalega gott veður til þess að það er þess virði og svo útsýnið sé flott. þannig við eigum það bara inni einhvern tímann seinna
Þá verður útsýnið vonandi eitthvað líkt þessu :)


Fórum út að borða einu sinni á ítalskan stað og ég fékk þetta dýrindist sjávaréttapasta. Er komin með algjört æði fyrir sjávaréttum. Humar, kræklingur, hörpuskel, lax og svo mætti lengi áfram telja

Auðvitað var svo kíkt á McDonalds 

Þegar Davíð kom hingað biðu hans svo gulrótarmuffins og hér er uppskriftin :)
2 egg
2dl heiti
2 dl sykur
1 tsk kanill
1 tsk matarsódi
1 tsk vanillusykur (hægt að nota líka vanilludropa)
3 dl rifnar gulrætur
1 dl hakkaðar heslihnetur
1/2 dl kókosmjöl
Egg og sykur eru þreytt vel saman og reistinni svo bætt varlega saman við. Bakað við 175°C í 30 mín (gott að athuga með pinna)

Krem: 100 gr rjómaostur
60 gr smjör
3 dl flórsykur
2 tsk vanilludropar
matarlitur af vild
ég ákvað að nota ekki matarlit í þetta skiptið. En maður blandar mjúkum rjómaosti og smjöri saman og bætir svo flórsykrinum smátt og smátt saman við og að lokum vanilludropunum og matarlitnum ef maður vill

Svona leit maður svo út þegar maður sótti kallinn 
jakki: fíni fíni blómajakkinn
hálsmen: H&M
buxur: Cubus
bolur Vero Moda
sólgleraugu: Roberto Cavalli

 En svona af því að Davíð fór að versla þá varð ég náttúrulega að gera það líka enda Kvadrat mín Kringla núna og því keypti ég mér
Gular gallabuxur - ég bara varð. Þetta var eiginlega bara fyrir elskulegar vinkonur mínar. Tinna Björg, Hafdís, Anna Mjöll og Anna Kristín nú á ég eitthvað gult til að vera í :) Þið megið svo allar fá lánað hjá mér

Ykkar Jóhanna


Monday, June 4, 2012

Vinkonublogg


Ég sakna vinkvenna minna alveg gífurlega mikið :( Finnst ótrúlega gaman að skoða myndir af okkur saman og hl usta á lög sem minna mig á þær.

The Way I Are með Timbaland minnir mig alltaf á Önnu Mjöll - MR árin okkar þegar við stigum trylltan dans við þetta lag á böllunum. Ógleymanlegar stundir



Kun For Mig med Medina er lagið okkar Hafdísar. Á hjúkkudjömmunum okkar er það algerlega ómissandi og ef við stöllur heyrum það á djamminu förum við að djamma strax. 



Þetta myndi ég segja vera lagið okkar Önnu Kristínar - man alltaf þegar það heyrðist you´ve got a fat ass car í staðin fyrir You´ve got a fast car með Tracy Chapman



Club Can´t Handle Me með Flow Rida er eitt af mörgum lögum okkar Írisar sem við höfum sungið hástöfum á kókrúntunum okkar reglulegu. Þurfum Íris að taka einn kókrunt um leið og ég kem heim



Wannabe með Spice Girls er held ég eitt af mörgum lögum okkar Auðar, enda búnar að vera vinkonur í 16 ár og ólumst saman í Spice Girls æðinu !!



Svo Californa Gurls með Katy Perry og Snoop Dogg minnir mig á ferðalagið okkar Tinnu Bjargar. Þegar við hlustuðum á þetta í lestinni frá Lúx til Parísar og svo á sundlaugarbakkanum í Opio hjá Leu og Guðrúnu í France



Svo því ég nefni nokkrar vinkonur mínar þarf ég að nefna múttu. The Best með Tinu Turner hefur ófáum sinnum verið spilað í Grænumýrinni og ekki spillir fyrir að hafa séð þessa konu life í London 


Svo þó Davíð sé ekki vinkona mín fær hann samt lag. Þetta er eitt af mörgum lögum okkar, sum jafn fáránleg og þessi. Textinn er mjög mjög spes en samt alltaf jafn gaman að syngja þetta lag í bílnum á leiðina í Sveitina

Svo kemur Davíð á morgun - held ég geti ekki sofið af spenningi en þarf að vakna snemma vegna þess að ég ætla að baka !!! 

Þangað til næst Jóhanna


Sunday, June 3, 2012

Bananabrauð

Jæja nú er helgin senn á enda og hún hefur einkennst af þrennu - vinna, mollferð (surprise surprise) og bakstur. Var ég að vinna föstudag, sunnudag og svo á morgun mánudag en fékk frí á laugardag. Ég hélt þó að ég hafði átt að vinna en það voru víst of margir skráðir á vakt þannig ég fékk sent sms klukkan 6 um morguninn. Þar af leiðandi var ég vakandi alveg frá 6 til rúmlega 8 :P En svo náði ég að sofna aftur sem var ljúft
Ég elska svefn alveg jafn mikið og þessi ísbjörn :)
En svo var skellt sér í Kilden með litlu systur og var það nú stutt stopp þar ótrúlegt en satt og keypti ég mér harðspjalda gormabók og svona límband sem er með lími báðu megin. Ég var lengi búin að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að líma myndunum inn í myndaalbúmið en hún Ella hjúkkuvinkona kom með þessa eðalhugmynd sem ég var ekki búin að fatta. 
Svona lítur þetta út (smá óskýrt) og á ég bara eftir að skrifa við hliðina á myndunum :) 
Svo var skellt í bananabrauð og hér er uppskriftin:
250 gr hveiti
1 stk egg
2 stk vel þroskaðir bananar
150 gr sykur
1/2 tsk natron
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
Aðferð: egg og sykur þeytt saman þangað til að það verður létt og ljóst svo er þurrefnunum bætt í og að lokum stöppuðum bönunum. Þetta er svo hrært saman vel og sett í form (muna að smyrja það), ég setti það í svona jólakökuform. Bakað í 40-50 mín á 180°C allavegana í mínum ofni, þar til brauðið er orðið gullið að ofan og farið að losna frá köntunum. Svo ef maður er óviss þá er alltaf hægt að stinga prjón ofan í og brauðið er tilbúið ef ekkert deig fer á prjóninn. 

En svo varð ég að taka svona smá outfit mynd - fannst mér ég þó gífurlega hallærisleg að taka svoleiðis myndir einhvern veginn

taskan er úr HM og það kemst endalaust í hana - hún hreinlega fyllist aldrei smá Mary poppins töfrar í henni

gallajakkinn sem ég keypti um daginn í HM sumarlegur og fínn. Keypti hann líka á gjafaprís bara 50 NKK sem er 1169 kr

Jakki HM
taska HM
Mussa Vila
gallabuxur American Eagle

Svo ekki á morgun heldur hinn kemur Davíð til mín. Ég get varla sitið kyrr af spenningi !!!! Ein mynd svo af Dimmission þar sem Davíð dimmiteraði sem Norðmaður :) 
Ég er að spá að baka einhvern vegin köku þegar davíð kemur - nú er bara að lesa uppskriftir og velja þá bestu 

Jóhanna Sigríður <3