Ákvað að gera svona smá sakni blogg - yfir það sem ég sakna frá Íslandi
Ég sakna......
... íslenska vatnsins
... íslenska kóksins
- sérstaklega í dós - þetta er bara ekki sama kókið hérna í Noregi og það heima. Ég nánast hoppaði af gleði þegar Davíð kom hérna í heimsókn með íslenskt kók handa mér
... íslenska skyrsins
- það er eitthvað svona skyr hérna í Noregi an það kemst ekki með tærnar þar sem íslenska skyrið hefur hælana.
...íslenska sumarsins.
Það er mjög fínt hérna í sumar en ég sakna svo að vera á Íslandi yfir sumartímann. Skella sér á kaffihús, fara í útilegu, línuskauta í kvöldsólinni og ég gæti talið endalaust áfram
... íslensku pulsurnar
þ.e. SS pulsur - væri alveg til í eina Bæjarins bestu núna
... Serrano og Suzushii sakna ég líka ógurlega.
Eitt það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heim er að fá mér sushi hohoho
En svo sakna ég líka fólksins hehe bara svo það er á hreinu.
ég sakna mömmu alveg gífurlega mikið. Hef alltaf verið og mun alltaf vera algjör mömmu stelpa. Þó ég sé að verða 22. ára þá er samt rosalega erfitt að vera í burtu frá mömmu sinni
Svo sakna ég litla bróður alveg ótrúlega mikið. Öll gullkornin sem hann lætur út úr sér á hverjum degi, bíóferðanna okkar, vídjóspóluglápin og ég gæti endalaust talið áfram. Hann sagði svo þessa frábæru setningu einu sinni: "Sama hvar þú ert þá ertu ávalt systir mín" Fattaði svo löngu seinna að þetta kemur úr Ronju Ræningjardóttur
Svo sakna ég ömmu og afa líka rosa. Sakna þess að geta ekki komið við á Látraströndinni í kaffitímanum og fá sér svona eins og eitt pepsi max glas !!
Þessara yndismeyja sakna ég líka rosa. Sakna þess að tjútta með Hafdísi niðri í bæ. Horfa á gasalega miklar stelpumyndir með Önnu Mjöll og kaffihúsahittingana okkar Tinnu
Ekki má heldur gleyma Önnu Kristínu og Magga
Svo síðast en alls ekki síst
Sakna ég þessa herramanns mestast. Rosalega ótrúlega brjálaðslega erfitt að vera svona lengi í burtu frá honum. Bráðum búin að vera saman í 3 ár en samt er svo erfitt að eyða sumrinu í sitt hvoru landinu. Þó að facebook, skype og jú að hann kom í heimsókn hafi hjálpað þá myndi ég alls ekki fúlsa við einu knúsi frá þessum myndarlega kærasta.
Var búin að lofa honum lagi með Steel Panther sem ég hef alveg mjög gaman af. Þessi hljómsveit kom mér nokkuð mikið á óvart, ég bjóst ekki við mikla en svo er bara drullugaman að hlusta á hana. Þannig hér er lag með Steel Panther fyrir Davíð og já ykkur öll hin
Með saknaðarkveðju Jóhanna Sigríður - sem kemur heim eftir 26 daga
No comments:
Post a Comment