Sunday, July 8, 2012

Alltaf nóg að gera í Norge


Jæja það er búið að vera nóg um að vera hér í Noregi og jú líka allt að gerast á Íslandi.  Eins og þið vitið fengum við Davíð íbúð á vegum Byggingarfélagi námsmanna og Davíð og mamma fóru í íbúðina og athuguðu ástandið og svona. Leist þeim bara svona ótrúlega vel á hana og þau tóku myndir fyrir mig. 

Svefnherbergið okkar


eldhúsinnréttingin 

Baðið - það er frekar lítið en nýtist vonandi vel, þurfum bara að fá okkur smá hirslu undir vaskinn

útsýnið úr íbúðinni

stofan og svalirnar 

forstofan 

og já stofan

Svo erum við búin að vera svo heppin að fólk er búið að vera duglegt að gefa okkur. Ég get bara ekki verið ánægðari hvað allir eru yndislegir. Afi hans Davíðs eru búin að gefa okkur stól og sófaborð og fleira. Gunnar og Kolbrún gáfu okkur hillu og náttborð. Kjartan og Hrefna sem eru að flytja hingað til Noregs gáfu okkur eldhúsborð, fjóra stóla og svona hirslu undir sjónvarpið. Erum við endalaust ánægð með þetta allt. 
Svo er ég búin að vera að skoða sófa og ég er búin að finna þann rétta. Þetta er 3 sæta sófi og tveir stólar í stíl. Ég set svo mynd af þessu þegar við erum búin að fá sófann og stólana. 

En hér er búið að vera nóg að gera í Noregi. Ég vinn alla daga annað hvort kvöldvakt eða morgunvakt og er bara rosa fínt. Svo er Diljá búin að vera hérna og erum við búin að kíkja í bæinn og bíó og svona. 


Svo fórum við í matarboð til Íslendinga á föstudaginn og það var frábært. Æðislegt veður þann dag og hitinn var alveg í kringum 20 stiga hiti langt frameftir kvöldi. 

Fengum svo óboðinn gest í veisluna

þessi vinalegi broddgöltur kíkti við hjá okkur 

Fórum í göngutúr í matarboðinu og gengum framhjá svona æðislegu vatni og það var alveg logn

Reyndum að gefa broddgeltinum jarðaber en hann vildi það ekki örugglega skíthræddur við okkur



Svo í gær gerðum við Sushi og það var alveg nóg af því gert og áttum við nóg afgangs sem hægt var að borða í hádeginu í dag. 
Kíktum við líka í bíó í gær. Ég, Diljá, Elva Rún og Hrefna Rós - íslensk stelpa hér í Stavanger sem við buðum með
outfittið mitt í gærkvöldi. Levis´s buxur, bleik skyrta og jakki úr HM og taskan líka



Sáum við þessa og þessi mynd er alveg æðisleg, hló og hló og svo komu alveg tár inn á milli - eins og flestir sem þekkja mig vita að ég grenja hrikalega yfir myndum 

Þangað til næsta Jóhanna <3 



No comments:

Post a Comment