Tuesday, July 17, 2012

4 vikur í heimför :)


Jæja nú eru akkúrat 4 vikur þangað til ég kem þannig að tíminn líður aldeilis hratt. Veit að þessar fjórar vikur eiga eftir að líða hjá ekkert smá hratt. En Davíð var svo yndislegur að senda mér 2 myndir úr íbúðinni sem ég ætla að sýna ykkur. Þó á ennþá eftir að raða aðeins og setja allt á sinn stað en samt sýnir svolítið hvernig þetta lítur út með húsgögnum og ísskáp :)
Hér er ísskápurinn sem við fengum gefins - passar fullkomlega og svo er ég að spá í að hafa örbylgjuofn þarna ofan á ísskápinum til þess að spara pláss


Svo er þetta stofan - sófinn kominn og stólarnir - sófaborð og lampi og hillusamstæður. Við ætlum samt að hafa einn stólinn í geymslu þar sem það er eiginlega ekki pláss fyrir hann. En svo á eftir að raða þessu öllu og svo held ég að ég eigi eftir að skipta mér eitthað af þessu ef ég þekki sjálfa mig rétt. 

En núna er ég bara að fara að vinna á fullu næstu vikurnar eðaalveg þangað til ég kem heim. Svo eru Pabbi, Anna og Elva að fara á Dana Cup fótboltamót í Danmörku næsta sunnudag og verða í 8 daga þannig að ég verð alein heima með voffa þann tíma. Það verður bara fínt - elda sjálf og hafa endalaust háværa tónlist og svona. 

En ég er alveg gífurlega spennt að koma heim og ég held ég byrji barasta að telja niður
28 dagar í dag !!
Kveðja Jóhanna Sigríður

No comments:

Post a Comment