Gerði kjúkling fylltan með rjómaosta-laukfyllingu, ofnbakaða kartöflubáta og sallat með hvítlauks vinigrette
sallatið með mangó, avókadó, tómötum, rauðlauk
hvítlauksvinigrette: 1-2 hvítlauksrif, ólífuolía, balsamik edik
fína fína máltíðin mín sem dugaði í raun í kvöld og hádegismat
kjúklingabringan fyllt með lauksrjómaostafyllingu og líka ofaná:
hér var: rjómaostur, hvítlaukur, blaðlaukur, venjulegur laukur, chili, sítrónusafi, salt og pipar
Svo var til ótrúlega mikið af appelsínum og líka gulrótum þannig ég bjó til gulrótarappelsínusafa - rosa góður
Svo gerði ég mokka cupcakes: hér er uppskriftin
1,5 bolli hveiti
1/3 bolli kakó
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/2 bolli mjólk
1/2 bolli sterkt kaffi
1,5 tsk instant kaffiduft
1 tsk vanilludropar
1/2 blli sykur
1/2 bolli púðursykur
1 egg
1/2 bolli lint smjör
Blanda kaffiduftinu við kaffið og leysa það upp. Þeyta smjörið og sykur og bæta svo við egginu. Blanda þurrefnunum við og svo mjólk, kaffi og vanilludropum samnan við og hreyfa varlega. baka við 17-20 mín við 175°C
Krem:
1 bolli lint smjör
2 bollar flórsykur
1,5 tsk vanilludropar
1,5 tsk instant kaffiduft
2 msk kaffi
Blanda kaffiduftinu við kaffið. Þeyta smjörið og blanda flórsykrunum smátt og smátt og síðan hinum saman við
Svo gerði ég líka súkkulaðimús/búðing
Notaði ég:
1 avokadó
1 frosinn banani
1 bolli mjólk
2 matskeiðar kakó
1/2 tsk vanilludropar
2 msk sýróp
2 msk hunang
- öllu hent í blandara - er alveg furðugott. Má alltaf bæta við sýrópi og svona.
Svo skellti ég mér í gær í bíó á Magic Mike og fjúddifjú það er aldeilis kroppasýning. Ég skellti mér með henni Hrefnu vinkonu - á reyndar 2 Hrefnuvinkonur þannig ég kalla þessu bara Hrefnu ljósu því hún er ljóshærð og hina Hrefnu dökku. Fengum við okkur að borða á Ostehuset sem er einn af mínum uppáhalds stöðum hér í Noregi
Get ekki sagt að okkur Hrefnu hafi litist illa á þessa kroppasýningu
Svo á morgun er smá matarfestival sem við Hrefna ljósa ætlum að skella okkur á og svo ætlum við að baka pizzu og hafa það koseligt eins og norðmennirnir orða þetta :)
19 dagar í Ísland :)
No comments:
Post a Comment