Svo í gær fór ég með íslenskri vinkonu minni hérna í Stavanger aðeins niður í bæ seinni partinn. Kíktum í nokkrar búðir og ég fór einnig og framkallaði myndir og ætla að setja þær í albúm, þannig ég er rosalega spennt. Ætla svo að setja nokkrar myndir í ramma og til að setja í nýju íbúðina.
Ég með fína Creme Bruléið mitt á Egon staðnum sem við Hrefna borðuðum á
Hrefna sæta
Yndislega æðislega góða Creme Bruléið mitt
Svo er allt svona að smella saman í íbúðinni. Erum komin með helling af húsgögnum og ég þarf að fá Davíð til að taka mynd af íbuðinni með húsgögnum í. Svo ætlar hann að sækja rúmið mitt og stóru hilluna og setja inn í íbúðina og mamma ætlar að vera svo mikið æði að hún ætlar að byrja að pakka fyrir mig. Þannig þegar ég kem er ég að vona að íbúðin verði bara klár :) Hann ætlar að flytja í íbúðina í lok júlí þannig þetta verður orðið svolítið heimilislegt.
Kveðja frá Norge -- Jóhanna
No comments:
Post a Comment