Sunday, July 22, 2012

Ein heima

Jæja nú er ég bara alein heima á Betzy Kjelbergsgate, eða hundurinn er með mér og við höfum það rosalega fínt. Það fyrsta sem ég eldaði hérna alein var sjávaréttapasta

pastað mitt var næstum því eins fancy og þetta pasta

En núna er það bara að vinna og vinna alveg þangað til ég kem heim og ég get ekki beðið eftir að komast heim og knúsa alla. 

En það er rosa fínt í vinnunni og það sem ég græði á að vera hér er
reynsla
að læra nýtt tungumál
að læra að vera aðeins sjálfstæðari
og jú peningur 

En vaktirnar á elliheimilinu eru mun þægilegri en heima. Vaktirnar eru frá 5,5 tíma upp í 7 tíma. Svo er rosa gaman hjá okkur, maður bakar næstum því eitthvað á hverjum degi. Allir eru í einbýlum og með sérbaðherbergi, þetta er rosalega flott elliheimili og herbergin eru mjög stór. Það eru skipulagðar ferðir vikulega með rútu, ferðir um bæinn eða i nágrannabæi. Einnig eru vaktirnar nær aldrei undirmannaðar sem er mjög þægilegt. 

En ég er mjög spennt yfir haustinu. Að byrja á 3.ári í hjúkrunarfræði og svo byrja ég að vinna á B5 í haust.  Já ekki barinn heldur B5 - bæklunarskurðdeild landspítalans. Ég er ótrúlega spennt og hlakka mikið til að byrja. Enda var æðiselgt þar í verknámi og mórallinn mjög fínn. 

Svo er ég að tjúllast úr spenningi yfir að flytja í nýju íbúðina og standa á eigin fótum eða já fótunum okkar Davíðs. 

Bara 23 dagar í heimför
Kveðja Jóhanna 


No comments:

Post a Comment