Tuesday, July 31, 2012

Elsku Pálmi

Mig langar svolítið til að blogga um hann elskulega bróður minn hann Pálma. Hann á það nú alveg skilið að fá eitt styggi blogg.

Eins og nú þið öll vitið þá er Pálmi einhverfur en hann á enga síður æðislegt líf. Hann á fjölskyldu sem elskar hann, fullt af áhugamálum og honum líður vel í eigin skinni. Hann elskar að tromma og hefur gert síðan hann var pínu lítill. Ég man eftir því þegar hann setti stól fyrir framan neðstu eldhússkúffuna og trommaði og trommaði. Einnig raðaði hann böngsunum sínum og sparibaukunum í þráðbeinalínu og oftar en ekki í stærðarröð.

En Pálmi hefur þannig gífurlega skemmtilega hæfileika að geta munað næstum allt úr bíómyndum sem hann hefur séð.
Hann hefur ófáum sinnum þulið upp úr þessari mynd

Þessi mynd er búin að vera í uppáhaldi síðan að pálmi var svona 3. ára. 

En Pálmi hefur nú ýmsa aðra æðislega eiginleika. Hann hugsar ekki um hvað öðrum finnst sem er eiginleiki sem maður mætti taka til sín. 

Honum finnst æðislega gaman að baka og fátt gleður hann meira en fá að skella í eina köku og já fá að sleikja svo kremið af sleiðinni

Pálmi er Tækniskólanum í Reykjavík þar sem einstaklega vel er hugsað um hann. Hann nýtur sín svo og stendur sig svo vel þannig stórasystir er virkilega stolt. Man þegar ég var að hjálpa honum að gera verkefni úr Njálu og var buin að finna glósur frá mér ef við þyrftum að nota. En nei nei Pálmi vissi hverja einustu spurningu upp á hár. Hann er farinn að fara meira í tíma með hinum krökkum í sérdeildinni og þarf minna að vera einn i tíma. Einnig eru svo æðislegt starfsfólk í kringum hann að það væri ekki hægt að biðja um það betra. Hann er búinn að fara í skartgripasmíði og búinn að búa til þessa fínu eyrnalokka handa systur sinni. Hann fer í dúkalagningar, smíði og tónlist. Svo hélt hann smá tónleika á þeimadögum í skólanum 

Pálmi og Garðar í tækniskólanum á góðri stundu

Ekki allir sem geta sagt að þeir hafa haldið tónleika í Hörpu 



Svo er hann alltaf að verða duglegri og duglegri að borga sjálfur og læra á peninga. Núna þegar hann fer t.d. í búðina eða í bíó þá borgar hann sjálfur og segir sjálfur. 

En ég vona svo innilega að Pálmi geti flutt í húsnæði sem hentar honum og er með þá þjónustu sem hann þarfnast. Einnig vona ég svo innilega að hann fái starf sem hann getur notið sín í. Líkt og að vinna í hljóðfærabúð eða jafnvel á bókasafni. 

Er ég ótrúlega stolt að eiga svona frábæran bróður og er hann engum líkur og ekki hægt að hugsa sér betri bróður í öllum heiminum.

Við systkinin í fermingu hjá litla skrímslinu

Stolt stóra systir hér á ferð

Kveðja Jóhanna stóra systir

P.S. Bara 2 vikur í heimför hlakka til að hitta ykkur öll








Thursday, July 26, 2012

Matarblogg

Jæja nú er ég búin að vera ein heima hérna í 4 daga og það er bara nokkuð fínt - allavegana gott að hafa voffaling. Svo er ég búin að elda eitthvað hérna, er búin að elda sjávaréttapasta og svo gerði ég um daginn þegar ég var að fara á kvöldvakt, kjúklingarétt.

Gerði kjúkling fylltan með rjómaosta-laukfyllingu, ofnbakaða kartöflubáta og sallat með hvítlauks vinigrette
sallatið með mangó, avókadó, tómötum, rauðlauk
hvítlauksvinigrette: 1-2 hvítlauksrif, ólífuolía, balsamik edik

fína fína máltíðin mín sem dugaði í raun í kvöld og hádegismat

kjúklingabringan fyllt með lauksrjómaostafyllingu og líka ofaná:
hér var: rjómaostur, hvítlaukur, blaðlaukur, venjulegur laukur, chili, sítrónusafi, salt og pipar

Svo var til ótrúlega mikið af appelsínum og líka gulrótum þannig ég bjó til gulrótarappelsínusafa - rosa góður

Svo gerði ég mokka cupcakes: hér er uppskriftin 
1,5 bolli hveiti
1/3 bolli kakó
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/2 bolli mjólk
1/2 bolli sterkt kaffi
1,5 tsk instant kaffiduft
1 tsk vanilludropar
1/2 blli sykur
1/2 bolli púðursykur
1  egg
1/2 bolli lint smjör
Blanda kaffiduftinu við kaffið og leysa það upp. Þeyta smjörið og sykur og bæta svo við egginu. Blanda þurrefnunum við og svo mjólk, kaffi og vanilludropum samnan við og hreyfa varlega. baka við 17-20 mín við 175°C
Krem:
1 bolli lint smjör
2 bollar flórsykur
1,5 tsk vanilludropar
1,5 tsk instant kaffiduft
2 msk kaffi
Blanda kaffiduftinu við kaffið. Þeyta smjörið og blanda flórsykrunum smátt og smátt og síðan hinum saman við

Svo gerði ég líka súkkulaðimús/búðing
Notaði ég:
1 avokadó
1 frosinn banani
1 bolli mjólk
2 matskeiðar kakó
1/2 tsk vanilludropar
2 msk sýróp
2 msk hunang
- öllu hent í blandara - er alveg furðugott. Má alltaf bæta við sýrópi og svona.

Svo skellti ég mér í gær í bíó á Magic Mike og fjúddifjú það er aldeilis kroppasýning. Ég skellti mér með henni Hrefnu vinkonu - á reyndar 2 Hrefnuvinkonur þannig ég kalla þessu bara Hrefnu ljósu því hún er ljóshærð og hina Hrefnu dökku. Fengum við okkur að borða á Ostehuset sem er einn af mínum uppáhalds stöðum hér í Noregi
Get ekki sagt að okkur Hrefnu hafi litist illa á þessa kroppasýningu

Svo á morgun er smá matarfestival sem við Hrefna ljósa ætlum að skella okkur á og svo ætlum við að baka pizzu og hafa það koseligt eins og norðmennirnir orða þetta :)

19 dagar í Ísland :)





Sunday, July 22, 2012

Ein heima

Jæja nú er ég bara alein heima á Betzy Kjelbergsgate, eða hundurinn er með mér og við höfum það rosalega fínt. Það fyrsta sem ég eldaði hérna alein var sjávaréttapasta

pastað mitt var næstum því eins fancy og þetta pasta

En núna er það bara að vinna og vinna alveg þangað til ég kem heim og ég get ekki beðið eftir að komast heim og knúsa alla. 

En það er rosa fínt í vinnunni og það sem ég græði á að vera hér er
reynsla
að læra nýtt tungumál
að læra að vera aðeins sjálfstæðari
og jú peningur 

En vaktirnar á elliheimilinu eru mun þægilegri en heima. Vaktirnar eru frá 5,5 tíma upp í 7 tíma. Svo er rosa gaman hjá okkur, maður bakar næstum því eitthvað á hverjum degi. Allir eru í einbýlum og með sérbaðherbergi, þetta er rosalega flott elliheimili og herbergin eru mjög stór. Það eru skipulagðar ferðir vikulega með rútu, ferðir um bæinn eða i nágrannabæi. Einnig eru vaktirnar nær aldrei undirmannaðar sem er mjög þægilegt. 

En ég er mjög spennt yfir haustinu. Að byrja á 3.ári í hjúkrunarfræði og svo byrja ég að vinna á B5 í haust.  Já ekki barinn heldur B5 - bæklunarskurðdeild landspítalans. Ég er ótrúlega spennt og hlakka mikið til að byrja. Enda var æðiselgt þar í verknámi og mórallinn mjög fínn. 

Svo er ég að tjúllast úr spenningi yfir að flytja í nýju íbúðina og standa á eigin fótum eða já fótunum okkar Davíðs. 

Bara 23 dagar í heimför
Kveðja Jóhanna 


Thursday, July 19, 2012

Sakn !!

Ákvað að gera svona smá sakni blogg - yfir það sem ég sakna frá Íslandi

Ég sakna......
... íslenska vatnsins


... íslenska kóksins 

- sérstaklega í dós - þetta er bara ekki sama kókið hérna í Noregi og það heima. Ég nánast hoppaði af gleði þegar Davíð kom hérna í heimsókn með íslenskt kók handa mér

... íslenska skyrsins

 - það er eitthvað svona skyr hérna í Noregi an það kemst ekki með tærnar þar sem íslenska skyrið hefur hælana. 

...íslenska sumarsins.


 Það er mjög fínt hérna í sumar en ég sakna svo að vera á Íslandi yfir sumartímann. Skella sér á kaffihús, fara í útilegu, línuskauta í kvöldsólinni og ég gæti talið endalaust áfram
... íslensku pulsurnar

 þ.e. SS pulsur - væri alveg til í eina Bæjarins bestu núna
... Serrano og Suzushii sakna ég líka ógurlega. 



Eitt það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heim er að fá mér sushi hohoho

En svo sakna ég líka fólksins hehe bara svo það er á hreinu. 

ég sakna mömmu alveg gífurlega mikið. Hef alltaf verið og mun alltaf vera algjör mömmu stelpa. Þó ég sé að verða 22. ára þá er samt rosalega erfitt að vera í burtu frá mömmu sinni 

Svo sakna ég litla bróður alveg ótrúlega mikið. Öll gullkornin sem hann lætur út úr sér á hverjum degi, bíóferðanna okkar, vídjóspóluglápin og ég gæti endalaust talið áfram. Hann sagði svo þessa frábæru setningu einu sinni: "Sama hvar þú ert þá ertu ávalt systir mín" Fattaði svo löngu seinna að þetta kemur úr Ronju Ræningjardóttur

Svo sakna ég ömmu og afa líka rosa. Sakna þess að geta ekki komið við á Látraströndinni í kaffitímanum og fá sér svona eins og eitt pepsi max glas !!

Þessara yndismeyja sakna ég líka rosa. Sakna þess að tjútta með Hafdísi niðri í bæ. Horfa á gasalega miklar stelpumyndir með Önnu Mjöll og kaffihúsahittingana okkar Tinnu


Ekki má heldur gleyma Önnu Kristínu og Magga

Svo síðast en alls ekki síst
Sakna ég þessa herramanns mestast. Rosalega ótrúlega brjálaðslega erfitt að vera svona lengi í burtu frá honum. Bráðum búin að vera saman í 3 ár en samt er svo erfitt að eyða sumrinu í sitt hvoru landinu. Þó að facebook, skype og jú að hann kom í heimsókn hafi hjálpað þá myndi ég alls ekki fúlsa við einu knúsi frá þessum myndarlega kærasta. 
Var búin að lofa honum lagi með Steel Panther sem ég hef alveg mjög gaman af. Þessi hljómsveit kom mér nokkuð mikið á óvart, ég bjóst ekki við mikla en svo er bara drullugaman að hlusta á hana. Þannig hér er lag með Steel Panther fyrir Davíð og já ykkur öll hin 


Með saknaðarkveðju Jóhanna Sigríður - sem kemur heim eftir 26 daga 





Tuesday, July 17, 2012

4 vikur í heimför :)


Jæja nú eru akkúrat 4 vikur þangað til ég kem þannig að tíminn líður aldeilis hratt. Veit að þessar fjórar vikur eiga eftir að líða hjá ekkert smá hratt. En Davíð var svo yndislegur að senda mér 2 myndir úr íbúðinni sem ég ætla að sýna ykkur. Þó á ennþá eftir að raða aðeins og setja allt á sinn stað en samt sýnir svolítið hvernig þetta lítur út með húsgögnum og ísskáp :)
Hér er ísskápurinn sem við fengum gefins - passar fullkomlega og svo er ég að spá í að hafa örbylgjuofn þarna ofan á ísskápinum til þess að spara pláss


Svo er þetta stofan - sófinn kominn og stólarnir - sófaborð og lampi og hillusamstæður. Við ætlum samt að hafa einn stólinn í geymslu þar sem það er eiginlega ekki pláss fyrir hann. En svo á eftir að raða þessu öllu og svo held ég að ég eigi eftir að skipta mér eitthað af þessu ef ég þekki sjálfa mig rétt. 

En núna er ég bara að fara að vinna á fullu næstu vikurnar eðaalveg þangað til ég kem heim. Svo eru Pabbi, Anna og Elva að fara á Dana Cup fótboltamót í Danmörku næsta sunnudag og verða í 8 daga þannig að ég verð alein heima með voffa þann tíma. Það verður bara fínt - elda sjálf og hafa endalaust háværa tónlist og svona. 

En ég er alveg gífurlega spennt að koma heim og ég held ég byrji barasta að telja niður
28 dagar í dag !!
Kveðja Jóhanna Sigríður

Sunday, July 15, 2012

Preikestolen

Þetta er búið að vera ansi viðburðarrík helgi. Kíkti aðeins út á lífið á föstudaginn með Therese, sænskri stelpu sem er að vinna með mér. Það var frábært að komast aðeins út og kíkja á næturlífð.

Ég og Therese 

Ég, Therese, Kari og Marie niðri í bæ

Var ég samt svo heppin að pabbi nennti að sækja mig niður í bæ svo ég þurfti ekki að spreða í leigubíl heim. 


Svo á laugardaginn þá var farið upp að Preikestolen sem er svona alveg sléttur klettur sem hangir út úr berginu. Það segir að þetta sé tveggja tíma ganga og leiðin er alveg mmjög grítt þannig maður er að klifra mikið. En við fórum þetta á einhverjum hlaupum og vorum ekki nema 1 klst og 22 mínútur upp. Það var líka heljarinnar mikið af fólki þarna. Alveg pottþétt 1000 manns ef jafnvel ekki fleiri að fara þangað upp. En ég ætla bara að láta myndirnar tala 

Við pabbi tilbúin í fjallgönguna

Við systur komnar upp, þarna sést inn í Lysefjordinn. En ég og Davíð Þór sigldum inn í þennan fjörð þegar hann var hérna í heimsókn 

Rosalega ánægð að vera kominn upp - sést þarna já inn í fína fína fjörðinn. Við vorum líka rosalega heppin með veður en það var ekki búið að spá svona góðu veðri

Þarna sit ég á klöppinni með fæturna hangandi útfyrir - ég skalfþarna bókstaflega ég var svo stressuð

Við feðginin

þarna sést svo kletturinn fyrir aftan mig en hann er alveg snarbrattur niður

Kveðja Jóhanna <3 

Thursday, July 12, 2012

Fimmtudags :*

Jæja, alltaf held ég áfram að vinna og vinna. Ég fæ reyndar frí á laugardaginn og stefni á því að fara á Preikestolen með fjölskyldunni - þetta er eitthvað sem maður verður að sjá þegar maður er hérna í Stavanger

Svo í gær fór ég með íslenskri vinkonu minni hérna í Stavanger aðeins niður í bæ seinni partinn. Kíktum í nokkrar búðir og ég fór einnig og framkallaði myndir og ætla að setja þær í albúm, þannig ég er rosalega spennt. Ætla svo að setja nokkrar myndir í ramma og til að setja í nýju íbúðina.

Ég með fína Creme Bruléið mitt á Egon staðnum sem við Hrefna borðuðum á 

Hrefna sæta 

Yndislega æðislega góða Creme Bruléið mitt 

Svo er allt svona að smella saman í íbúðinni. Erum komin með helling af húsgögnum og ég þarf að fá Davíð til að taka mynd af íbuðinni með húsgögnum í. Svo ætlar hann að sækja rúmið mitt og stóru hilluna og setja inn í íbúðina og mamma ætlar að vera svo mikið æði að hún ætlar að byrja að pakka fyrir mig. Þannig þegar ég kem er ég að vona að íbúðin verði bara klár :) Hann ætlar að flytja í íbúðina í lok júlí þannig þetta verður orðið svolítið heimilislegt. 

Kveðja frá Norge -- Jóhanna


Sunday, July 8, 2012

Alltaf nóg að gera í Norge


Jæja það er búið að vera nóg um að vera hér í Noregi og jú líka allt að gerast á Íslandi.  Eins og þið vitið fengum við Davíð íbúð á vegum Byggingarfélagi námsmanna og Davíð og mamma fóru í íbúðina og athuguðu ástandið og svona. Leist þeim bara svona ótrúlega vel á hana og þau tóku myndir fyrir mig. 

Svefnherbergið okkar


eldhúsinnréttingin 

Baðið - það er frekar lítið en nýtist vonandi vel, þurfum bara að fá okkur smá hirslu undir vaskinn

útsýnið úr íbúðinni

stofan og svalirnar 

forstofan 

og já stofan

Svo erum við búin að vera svo heppin að fólk er búið að vera duglegt að gefa okkur. Ég get bara ekki verið ánægðari hvað allir eru yndislegir. Afi hans Davíðs eru búin að gefa okkur stól og sófaborð og fleira. Gunnar og Kolbrún gáfu okkur hillu og náttborð. Kjartan og Hrefna sem eru að flytja hingað til Noregs gáfu okkur eldhúsborð, fjóra stóla og svona hirslu undir sjónvarpið. Erum við endalaust ánægð með þetta allt. 
Svo er ég búin að vera að skoða sófa og ég er búin að finna þann rétta. Þetta er 3 sæta sófi og tveir stólar í stíl. Ég set svo mynd af þessu þegar við erum búin að fá sófann og stólana. 

En hér er búið að vera nóg að gera í Noregi. Ég vinn alla daga annað hvort kvöldvakt eða morgunvakt og er bara rosa fínt. Svo er Diljá búin að vera hérna og erum við búin að kíkja í bæinn og bíó og svona. 


Svo fórum við í matarboð til Íslendinga á föstudaginn og það var frábært. Æðislegt veður þann dag og hitinn var alveg í kringum 20 stiga hiti langt frameftir kvöldi. 

Fengum svo óboðinn gest í veisluna

þessi vinalegi broddgöltur kíkti við hjá okkur 

Fórum í göngutúr í matarboðinu og gengum framhjá svona æðislegu vatni og það var alveg logn

Reyndum að gefa broddgeltinum jarðaber en hann vildi það ekki örugglega skíthræddur við okkur



Svo í gær gerðum við Sushi og það var alveg nóg af því gert og áttum við nóg afgangs sem hægt var að borða í hádeginu í dag. 
Kíktum við líka í bíó í gær. Ég, Diljá, Elva Rún og Hrefna Rós - íslensk stelpa hér í Stavanger sem við buðum með
outfittið mitt í gærkvöldi. Levis´s buxur, bleik skyrta og jakki úr HM og taskan líka



Sáum við þessa og þessi mynd er alveg æðisleg, hló og hló og svo komu alveg tár inn á milli - eins og flestir sem þekkja mig vita að ég grenja hrikalega yfir myndum 

Þangað til næsta Jóhanna <3