Eins og nú þið öll vitið þá er Pálmi einhverfur en hann á enga síður æðislegt líf. Hann á fjölskyldu sem elskar hann, fullt af áhugamálum og honum líður vel í eigin skinni. Hann elskar að tromma og hefur gert síðan hann var pínu lítill. Ég man eftir því þegar hann setti stól fyrir framan neðstu eldhússkúffuna og trommaði og trommaði. Einnig raðaði hann böngsunum sínum og sparibaukunum í þráðbeinalínu og oftar en ekki í stærðarröð.
En Pálmi hefur þannig gífurlega skemmtilega hæfileika að geta munað næstum allt úr bíómyndum sem hann hefur séð.
Hann hefur ófáum sinnum þulið upp úr þessari mynd
Þessi mynd er búin að vera í uppáhaldi síðan að pálmi var svona 3. ára.
En Pálmi hefur nú ýmsa aðra æðislega eiginleika. Hann hugsar ekki um hvað öðrum finnst sem er eiginleiki sem maður mætti taka til sín.
Honum finnst æðislega gaman að baka og fátt gleður hann meira en fá að skella í eina köku og já fá að sleikja svo kremið af sleiðinni
Pálmi er Tækniskólanum í Reykjavík þar sem einstaklega vel er hugsað um hann. Hann nýtur sín svo og stendur sig svo vel þannig stórasystir er virkilega stolt. Man þegar ég var að hjálpa honum að gera verkefni úr Njálu og var buin að finna glósur frá mér ef við þyrftum að nota. En nei nei Pálmi vissi hverja einustu spurningu upp á hár. Hann er farinn að fara meira í tíma með hinum krökkum í sérdeildinni og þarf minna að vera einn i tíma. Einnig eru svo æðislegt starfsfólk í kringum hann að það væri ekki hægt að biðja um það betra. Hann er búinn að fara í skartgripasmíði og búinn að búa til þessa fínu eyrnalokka handa systur sinni. Hann fer í dúkalagningar, smíði og tónlist. Svo hélt hann smá tónleika á þeimadögum í skólanum
Pálmi og Garðar í tækniskólanum á góðri stundu
Ekki allir sem geta sagt að þeir hafa haldið tónleika í Hörpu
Svo er hann alltaf að verða duglegri og duglegri að borga sjálfur og læra á peninga. Núna þegar hann fer t.d. í búðina eða í bíó þá borgar hann sjálfur og segir sjálfur.
En ég vona svo innilega að Pálmi geti flutt í húsnæði sem hentar honum og er með þá þjónustu sem hann þarfnast. Einnig vona ég svo innilega að hann fái starf sem hann getur notið sín í. Líkt og að vinna í hljóðfærabúð eða jafnvel á bókasafni.
Er ég ótrúlega stolt að eiga svona frábæran bróður og er hann engum líkur og ekki hægt að hugsa sér betri bróður í öllum heiminum.
Við systkinin í fermingu hjá litla skrímslinu
Stolt stóra systir hér á ferð
Kveðja Jóhanna stóra systir
P.S. Bara 2 vikur í heimför hlakka til að hitta ykkur öll