Allt í einu datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að blogga - segja frá dvölinni hér og svo öðru sem mér finnst skemmtilegt líkt og bakstur, eldamennsku, föt og skó og allskonar skemmtilegheit. En ég ætlaði að fara að taka myndir af herberginu mínu og þá fattaði ég að ég tók vitlausa myndavéla snúru þ.e. tók snúruna fyrir gömlu myndavélina - nice job jóhanna. En svo fattaði ég að ég á nú síma með myndavél - sniðug kjellan haha.
En ég er byrjuð að vinna og var í aðlögun á mánudag og þriðjudag og líst mér bara rosa vel á þetta og það var tekið mjög vel á móti mér - kynntist einni norskri stelpu og við ætlum í reiðtúr þann 19.maí. Mjög fínt að finna einhvern á sínum aldri hér í Noregi.
eldhúsið - þar sem ég ætla mér að baka og elda
stofan :)
gestabaðherbergið - sem ég lít nú á sem mitt baðherbergi
En já aðfaranótt miðvikudags vaknaði ég alveg að deyja í maganum og fór upp og já til þess að segja langa sögu stutta þá fékk ég ælupest í 2 daga og er núna fyrst að ná mér seinni partinn í dag. Algjörlega ógeð og ömurlegt að missa af 2 vöktum á elliheimilinu.
Fína fína hjúkrunarheimilið sem ég vinn á. Allir i einbýli og með sér baðherbergi (fyrir ykkur hjúkkulingana)
hillusamstæðan í herberginu mínu - búin að setja aðeins snyrtivörurnar og svona í eina hilluna
skrifborðið mitt fína
og riiiisa rúmið mitt - litla systir sefur nú oftast með mér annars myndi ég nú bara týnast þarna
Þangað til næst - Jóhanna <3
úú vei en gaman, það verður gaman að fylgjast með þér í sumar þarna úti í Norge. Ekki amaleg aðstaða sem þú ert með þarna
ReplyDelete