Thursday, May 10, 2012

Kvadrat

Síðasta föstudagskvöld fékk ég alveg gífurlega heimþrá - táraðist við að skypeast við mömmu og Davíð og vildi helst fá þau beint til mín. Tók ég þá ákvörðun að ég yrði að gera eitthvað skemmtilegt daginn eftir til að lækna þessa heimþrá - svo og ég og Elva baby sys fórum í Kvadrat sem er aðal mollið á svæðinu. Þetta var náttúrulega eðal lækning - aðeins að spreða í föt og það læknar alla heimþrá - eða svona næstum alla.
Auðvitað var kíkt í allar helstu búðirnar HM, Gina Tricot, Cubus, Bik Bok og fleiri
Keypti þennan jakka sem þetta barn er í og ég sver ég keypti hann ekki í barnadeildinni haha

Gina Tricot ótrúlega mjúk og náttúrulega klárlega minn litur - kostaði líka bara 100 NOK = ca 2000 kr

Þetta er líka úr Gina Tricot

Svo varð ég að eignast bleikar buxur - keypti í HM og svo keypti ég aðrar sem eru aðeins ljósari og öðruvísi í sniðinu - svolítið ljósari. 

Svo er það bara vinna framundan um helgina - bara spennandi og ætli ég skelli svo ekki inn bloggi um helgina - ætla alveg að LOFA að vera dugleg, mér finnst þetta líka svo gaman 

2 comments:

  1. Nú ertu í Noregi að vinna? Ekki ertu einhverstaðar nálægt Þrándheimi?

    Kv Rakel úr MR :)

    ReplyDelete
  2. Heyrðu ég er í Stavanger, bý hjá pabba og er að vinna á hjúkrunarheimili í sumar :)

    ReplyDelete