Wednesday, May 30, 2012

Ferðablogg

Jæja þá er ég komin aftur til Noregs eftir frábæra daga í Danmörku hjá Björk frænku. Binni frændi ákvað að skella sér líka og það var frábært að hafa hann með :)
Það var sko nóg brallað í Danmörku. Skellt sér í verslunarferð með Binna. Hann þurfti algjörlega á hjálp minni að halda því þegar við stigum fæti inn í H&M þá féllust honum hendur því úrvalið var of mikið. Þannig að uppáhaldsfrænkan kom honum auðvitað til hjálpar. Náði hann því að versla buxur, peysu og boli með minni aðstoð :) En auðvitað verslaði ég mér eitthvað: Blazer, hálsmen, bleika hælaskó, 2 síðermaboli og hlaupabuxur og hlaupabol. en ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli :)
í nýju hlaupabuxunum og hlaupabolnum. Ready í útihlaup dagsins í Noregi
Hérna er miðbær Noregs - radison hótelið sést þarna (eitthvað fyrir Tinnu) 

Á leiðinni í skipinu þá fór ég á svona hlaðborð og þar var gjörsamlega allt þarna á boðstólnum og þar sem ég elska sjávarrétti þá varð ég að fá mér - þetta er sjúklega gott þó þetta líti illa út. En kræklingur og rækjur með aioli - er ógeðslega gott 

Svo sóttum við Björk Binna á flugvöllinn um miðja nótt og í kjölfarið tók við keyrsla heim sem var mjög fjörug haha villtumst smá

Við kíktum á Karnival og það var spes. Þar sem það var eiginlega bara hátið fyrir fulla unglinga að vera í búning. Við misstum af aðashowinu en það var klukkan 11 um morguninn og við mættum upp úr 12. Það var allt út í bjórflöskum og fólk áfengisdautt út í vegakanti - já mjög smekklegt allt heheheh

Þetta eru bleiku skórninr sem ég keypti - mjög þægilegir þrátt fyrir að vera pínu háir. Er svona ekki eins og dvergur við hliðina á Davíð í þessum skóm

Keypti þetta hálsmen. Er búin að sjá það svo oft á netinu og í búðunum í Noregi að ég varð bara að eignast það. Svo fjárfest var í því í Dk 

Nýi blazer jakkinn minn hann er í raun dekkri en myndin sýnir. En hann er ótrúlega þægilegur og já fékk hann á kostaverði hehe 100 Dkk eða um 2200 krónur or some

Skelltum okkur svo á ströndina á sunnudaginn - var alveg geggjað veður milli 25 og 30°C. Við Helena þarna á góðri stund. Hún var mjög mikið að velta því fyrir sér hvort hún mætti ekki bara kalla mig stóru systur sína, það er meira spennandi en bara frænka

Þarna erum ég, Binni, Daníel og Helena í sjónum

í strandbænum Blokhus - rosa krúttlegur bær

Skelltum okkur svo í dýragarð sem heitir Givskud Zoo og er rétt hjá Billund og fórum við þangað í leiðinni og við skutluðum Binna á flugvöllinn. Þarna má sjá vini mína nokkra Buffaloa - alveg að drepast úr hita

Kíktum á apana - þeir voru mjög mikið að hreinsa eitthvað af bakinu á hvor öðrum og éta það svo - frekar mikið ósmekklegt 

í dýragarðinum - þar sem górillurnar búa

Vinur minn herra nashyrningur, liggjandi í eigin skít rosa smart

Hjá fílunum :)

Æjj vorkenndi þessum fíl svo - var alltaf að reyna að ná sér í einhver blóm þarna niðri en ekkert gekk :( 

Þetta svakalega retró lamadýr. Fengum að gefa þeim gulrætur - svaka stuð. Þarna voru þeir að missa vetrarfeldinn 

Á leiðinni til Noregs - í nýja fína jakkanum 

Á hlaðborðsstaðnum - þarna var skipið ekki lagt af stað svo mér var ekki orðið óglatt. En þegar ég kláraði að borða og var komin niður í sætið mitt þá varð mér svo óglatt þegar skipið fór að hreyfast og var óglatt alla ferðina. 

Naglalakkaði mig í lestinni með nýju naglalökkunum sem ég keypti í fríhöfninni í skipinu. Mæli alveg hiklaust með þessum naglalökkum

Svo er bara 6 dagar í að þetta tvíeyki verður sameinað á ný. Get ekki beðið eftir að hitta þennan sæta gaur aftur. Eftir meira en mánaða fjarveru. 

Jóhanna Sigríður <3 


Tuesday, May 22, 2012

Sól og sumar

Í dag var algjört Spánarveður. Á neitnu stóð að það væri 24°C en ég sver að á pallinum hér á Betzy Kjelbergsgate 9 var a.m.k. 30°C. Í þessu veðri þýddi ekkert annað en að skella sér í bikiníið, setja upp sólgleraugun og taka með sér góða bók í sólina. 

Sólin hefur pottþétt þurft að vera með sólgleraugu í dag hoho

En þar sem það var svona ótrúlega heitt þá gat ég ekki staðist þess að fá mér ískalt kók. Eins og flestir sem þekkja mig vel vita að ég get sjaldan staðist kók og finnst fátt betra en að fá mér eina ískalda kók og sér í lagi í dós.

Svo var auðvitað skellt sér í búðina og keypt sér jarðaber og bláber og ég get sagt ykkur það að það er mart dýrt hér í Noregi en jarðaber og bláber eru á spottprís miðað við Ísland. Keypti eina stóra öskju af jarðaberjum og litla af bláberjum á 500 kr íslenskar sem ég tel nú bara nokkuð vel sloppið 
ég er að lesa þessa bók og hún er algjört ÆÐI. Einnig hef ég séð myndina og hún er alls ekkert síðri. Með betri myndum sem ég hef séð. Enda fór ég hana þrisvar í bíó að ég held og hef horft á myndina margoft á flakkaranum. 

En á morgun er ferðadagur. Tek ég þriggja tíma lest til Kristiansand og svo þaðan tek ég ferju yfir til Hirtsals en þá mun Morten koma að sækja mig. Svo síðar um kvöldið förum við Björk til Billund og sækjum Binna frænda - þetta verður algveg geðveikt :) 
Þar verður kíkt á ströndina liklega, svo verður Karnival í Ålborg. Kannski að maður skellir sér í tívolíið og jafnvel Fårup Sommerland

Fårup

Ég læt heyra í mér frá Danmörku 
Jóhanna Sigríður <3 



Monday, May 21, 2012

Sumar og kökur

Jæja nú má með sanni segja að sumarið sé komið í Stavanger, í gær og dag er búið að vera 16°C + og rosa gott veður. Búin að skella mér í göngutúr í góða veðrinu með hundinn. En það var vaknað um 10 í morgun og  svo um 11 hófst baksturinn. 

Gerði ég súkkulaðiköku úr muffinsuppskriftinni sem ég setti hér inn um daginn. Skipti deginu í tvennt og setti í tvo hringlaga form. Svo bjó ég til súkkulaðikrem, uppskriftin af því er svohljóðandi:
30 gr smjör/smjörlíki
2msk mjólk
2 msk kaffi
250-300 gr flórsýkur
2 msk kakó
1 tsk vanilludropar
Bræða smjörlíkið og blanda við mjólkina og kaffið og svo er kakóinu bætt við og hrært vel. Siðan er flórsykrinum bætt við jafnt og þétt og að lokum vanilludropunum.
Setti ég krem á báða botnana þ.e. það er krem bæði á toppnum á kökunni og í miðjunni. 
 Síðan var að búa til sykurmassan og ég var að gera þetta í fyrsta skipti. En ég var búin að liggja yfir þessu - googla uppskriftir og myndbönd svo ég hefði nú einhverja hugmynd hvernig átti að gera þetta. 
Uppskriftin af sykurmassanum sem ég notaðist við var svona:
175 g sykurpúðar
475 g flórsykur (ég notaði aðeins minna)
2 msk vatn
matarlitur að eigin vali (þarf helst að nota gelmatarliti og muna að setja lítið fyrst því alltaf er hægt að bæta við lit - en ef þið eigið ekki gelmatarliti getið þið alveg notað í vökvaformi en þá þarf vökvinn úr matarlitnum og vatnið að vera samtals 2 msk)
palmínfeiti - jurtafeiti
Aðferð: skál sem setja má í örbylgju er smurð með palmínfeiti, einnig er borðið sem þið ætlið að nota (gott er að nota plastmottu) smurt með palmínfeiti sem og sleifin. Setjið svona 2/3 af flórsykrinum á borðflotinn og búið til svona holu í flórsykurinn. Sykurpúðarnir eru settir í skálina auk vatnsins og látið í örbylgjuna í 1 mín. Þá er opnað og hrært vel í - sykurpúðagumsið á að vera alveg kekkjalaust svo ef það er einhverjir kekkir látið þá aftur í örbylgjuna í svona 30 sekúndur. Þegar sykurgumsið er kekkjalaust þá er matarliturinn blandað saman við og þá er það sett í flórsykursholuna og svo er í raun bara verið að blanda flórsykrinum við massann. En áður en farið er að hræra í þessu þá þarf að smyrja hendurnar ótrúlega vel með palmínfeitinni - auðveldar verkið til muna. Svo er þetta hnoðað og hnoðað líkt og brauð. Þegar þetta er orðið vel stíft þá er massinn tilbúinn :) - þá er bara að fletja út og já palmínfeiti á kökukeflið - og verið dugleg að smyrja feitinni á hendurnar jafnt og þétt. Svo er þetta flatt út og sett á kökuna :) 
Þið getið svo endilega skoðað vidjóin sem ég setti um daginn á síðuna - þar er svona kennslumyndbönd :D

En í gær var rosa gott veður og þá fannst mér tilvalið að naglalakka mig :)

Þó það var sumarveður þá skelltum við systur okkur í bíó á the Dictator og var bíóið svona rosalega krúttaralegt :) 

næsta blogg verður svo frá sólinni í Danmörku :)

Jóhanna 

Saturday, May 19, 2012

Hestaferð og cupcakes

Jæja þann 17.maí síðastliðinn var þjóðhátíðardagur Norðamanna og voru allir að venju búnir að flagga og klæða sig í þennan svokallaða búnað = bunad. Svo í tilefni dagsins þá ákvað ég að skella í cupcakes og prufa nýju formin mín, matarlitina og sprautudótið 

En ég skellti mér í 3 tíma reiðtúr með Ingvild vinkonu minni frá hjúkrunarheimilinu. Þetta var rosalega gaman - bara íslenskir hestar og skemmtilegheit. Eitt fannst mér þó stórfurðulegt - sumir hestarnir voru hryssur en báru kk nafn. Líkt og ein hryssan hét Glámur or some. Alveg stórfurðulegt. En þetta var svo geðveikt en ég er alveg vel aum í rassinum eftir þetta og á eftir að fá feitar harðsperrur á morgun. 

En þetta er afraksturinn af 17.maí bakstrinum. Ég notaði alveg sömu uppskrift og síðast af muffinsinu - ef þið viljið baka þá getið þið skrollað aðeins niður. Einnig notaði ég sömu uppskrift af kreminu nema ég tvöfaldaði uppskriftina og sleppti kakóinu og kaffinu og bætti við bleikum matarlit og voila. 

Svo átti ég smá skraut og settum því smá perlur ofan á þær

En næsta vika er bara spennandi. Er aðeins í fríi í vinnunni - alveg nauðsynlegt að fá frí svona inn á milli enda var ég búin að vinna í 9 daga án dags frís. En á miðvikudaginn fer ég til Bjarkar frænku og hlakka rosalega mikið til. Ætla að vera í 6 daga og versla - tana og slappa af enda er búið að spá allt að 20°C hita :)

Svo á mánudaginn á litla skrímslið - litla yndið hún Elva Rún afmæli - verður 14 ára skvísa. Auðvitað ætlar stórasystir að baka en spurningin er bara hvort það verður cupcakes eða kaka með sykurmassa. Á eftir að finna svona jurtafeiti hérna svo ef ég finn það ekki í tæka tíð fyrir afmælið þá verður það Cupcakes en annars stefni ég að sykurmassaköku :)

Jóhó <3 



Wednesday, May 16, 2012

Bökunardót og Noregur

Jæja ég skellti mér í Kvadrat með litlu systir það var víst einhver miðnæturopnum svo maður gat víst ekki misst af því. En þetta er svona það helsta sem ég keypti. 



2 stílabækur með hvítum blöðum þ.e. engum línum. Ætla að gera eina að matreiðslubók og hina að myndaalbúmi. Ætla að reyna að föndra eitthvað í þessu en sjáum hvernig það gengur - i´ll keep you posted

Keypti 8 stykki af gelmatarlitum - sem ég get notað í krem á cupcakes og einnig þegar ég bý til sykurmassa :)

Þetta eru möffinsformin sem ég keypti - eru stór og fín svo ég get nokkrar stórar en einnig keyptir ég minni cup cakes forms

Þetta eru svona stútar á rjómasprautu/kremsprautu svo það getur komið flott munstur á cupcakes mitt

Svo grunnatriðið í að búa til sykurmassa - sykurpúðar

En ég gat ekki staðist HM og kíkti smá og nældi mér í eitthvað bleikt og fallegt
Keypti þetta pils nema það er í bleikum lit of course

Svo keypti ég þetta bikiní og ég sver ég mun líta svona vel út í lok sumars hoho

En annars af Noregi - smá fun facts sem ég var að fatta.
  • Norðmenn vilja alls ekki taka aukavaktir eða allavega mjög fáar. Því finnst þeim mjög undarlegt að ég sé alltaf til í að taka aukavaktir. Einnig þykir ekkert sjálfagðara að taka sér frídag þegar hentar ef maður vill lengra frí 
  • Að línuskauta er jú jú töff hér en þá ekki nema að þú sért einnig með skíðastafi í leiðinni.
  • Það eru mjög fáir sem hjóla um án þess að vera í svakalegum reiðhjólafötum og á þvílíkum hjólum. Mætti halda að þeir væru að fara að taka þátt í Tour de France
  • Eins er borðað brauð í nær öll mál hjá Norðmönnum - nema kannski middag. Það þykir bara sjálfsagt að borða brauð í kvöldmat alla vikuna 
Kv. Frá Norge



Tuesday, May 15, 2012

Þættirnir mínir og Noregur

Ég viðurkenni það fúslega að ég er algjör þáttafíkill og er alveg háð allt of mörgum þáttum og svo þegar mér leiðist þá kannski fer ég að taka til eða eitthvað og hef svo einn þátt í gangi.

Datt inn í þetta þegar þetta var á skjá einum og nú verð ég að fylgjast með. Einnig var ég diggur aðdáandi Beverly Hills 90210 og þegar ég var í 3.bekk í MR þá fór ég alltaf beint heim eftir skóla - horfði á 90210 og fór svo að læra haha

Glee - ég fæ algjöran kjánahroll þegar ég horfi á hann EN samt finnst mér þetta svo skemmtilegt. Uppáhaldspersónan mín er klárlega Quinn og svo nýji Joey

Greys er gjörsamlega uppáhaldsþátturinn minn - á alla þættina og get horft á þættina aftur og aftur 

Game of Thrones - byrjaði að horfa á þá með Davíð og þetta eru alveg drullugóðir þættir. Fyrstu þættirnir fannst mér þetta basically vera bara blóð og kynlíf

Criminal minds - þættirnir sem eru á RÚV - love them. 

Nú var Desperate housewives að klárast :( En samt komið nó held ég - 

Gossip girl - Algjörir stelpuþættir en ég horfi á þá anyway. Eiginlega samt að vita bara hverjir munu enda saman þ.e. Chuck og Blair


Þessir þættir ohh hvað 15 seríur or some og mér finnst alltaf jafn gaman að detta inn í einn og einn þátt. Elska Olivia og svo auðvitað Tutuola (Ice-T)

Private practice - eftir að Addison fór úr greys anatomy fór ég að fylgjast með þessum þegar hún byrjaði þar :) Svo er líka rosa gaman þegar Private practice og Greys anatomy tengjast í nokkrum þáttum

En að Noregi og mér þá er bara allt gott að frétta. Er búin að fá vera á fullu að taka aukavaktir og tek aukavaktir alla vikuna nema á laugardag. Því á laugardag þá er ég að fara í reiðtúr með Inghvild norsku vinkonu minni og ekki skemmir fyrir að við verðum á íslenskum hestum í 3 tíma

Styrmir hesturinn okkar heima :)

Svo er ég að fara núna á miðvikudaginn eftir viku til Bjarkar frænku í Danmörku. Rosa spennt og ætla að vera í 6 daga þar - rosa spennt

Við Björk og Helena sumarið 2010 þegar við Tinna fórum í ferðina okkar

En ég kvíði samt hrikalega að þurfa að fara í skip. Hata skip meira en allt - er buin að ná að forðast að fara í bát ég veit ekki hvað lengi nema þegar ég fór í viðeyjarferjuna síðasta sumar og svo siglingin á Marmaris. 
Þó að siglingin hafi verið í algjörlega í logni varð ég samt sjóveik og Davíð var svo mikið yndi og sat með mér megnið af leiðinni og borðaði brauð með mér. 

XOXO Jóhanna Sigríður