Fékk ég þennan og er hann alveg æðislegur og virkar líka svo vel. Notaði ég hann bæði í að gera guacamoleið og einnig að mauka súpuna því ég vildi fá svona silkimjúka áferð
En ég ætla að gefa ykkur uppskriftina af súpunni minni :)
Skar niður 2 gulrætur, 1 lauk, 1 gula papriku, 1 rauða papriku 1 rautt chilli aldin og 4 hvítlauksrif, 2 stór og 2 lítil
Ég steykti laukinn fyrst og hvítlaukinn upp úr 2 msk af olíu þangað til að laukurinn var orðin glær og bætti ég þá hinu grænmetinu við. Kryddaði ég með salti, pipar, taco kryddi, óregano, timjan, reyktri papriku kryddi og karrí. Bætti ég svo út í rúmlega 1 L af vatni og 2 kjúklingateningum og lét malla í smá stund
Síðan setti ég alveg 1/2 af chili sósu frá HEINZ en hún er algjörlega ómissandi. Síðan var það salsasósa en ég átti einmitt afgang af svona stórri krukku en ætli þetta hafi ekki verið svona 1 lítil krukka af salsasósu. Hrærði ég þessu saman við. Ég ætlaði að bæta út í tómatpúrru og líka niðursoðnum tómötum en ég gleymdi því að ég átti ekki dósaopnara þannig ég sleppti því bara
Notaði ég þá í staðinn 4 venjulega vel þrosakaða tómata og bætti út í og lét súpuna malla á lágum hita í rúman klukkutíma (því lengur því betra finnst mér )
Svo var komið að kjúklingnum enda mexíkósk kjúklingasúpa. Ég átti bra 1 kjúklingabringu - hélt að til væru fleiri þannig ég notaði kjúklingaleggi sem ég átti. Grillaði þá inn í ofni og skar svo allt kjötið af þeim og setti í súpuna og hún varð alls ekki verri af þessu fína kjöti af beinunum
Svona leit þá súpan út í lokin og setti ég ost, snakk og sýrðan rjóma út í og Voila. Var ég mjög ánægð með útkomuna en pabbi hans Davíðs og systir komu í mat og kláruðu þau 2 súpuskálar hvort
En hér er þá uppskriftin í heildsinni
1 laukur
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 rautt chilli aldin
2 gulrætur (stórar)
4 hvítlauksrif (ég notaði 2 stór og 2 lítil, en 2 hvítlauksrif ættu að nægja)
4 tómatar
salt og pipar,
1 msk taco krydd
1 tsk reykt paprikukrydd
1 tsk karrý
2 tsk oregano
1 tsk timjan
(ég notaði bara þau krydd sem voru til í skápnum)
2 kjúklingatengingar
1 L vatn
1/2 krukka af Chili sósu frá Heinz
1 lítil krukka af taco/salsa sósu
Berist svo fram með doritos snakki, rifnum osti og sýrðum rjóma
Svo víst ég var að elda svona mexíkóst ákvað ég að gera Guacamole enda voru avókadóin mín vel mjúk
Ég gerði stóran skammt enda finnst mér þetta gott og Davíð líka. Svo fannst tengdapabba þetta gott líka en hann gat engan vegin munað hvað þetta hét og kallaði þetta því Guantanamo sósa hví ekki hehe .
4 lítil avókadó
1/2 rauðlaukur
1 chili
2 hvítlauksrif
2 tómatar
salt
safi úr sneið af sítrónu
Hluti af hráefninu mínu - bætti við 2 litlum avókadó í viðbot
Ég setti þetta bara allt í nýja mixarann minn langaði svo að prufa og hann virkaði fullkomlega :)
XOXO Jóhanna
Mér þætti nú vænt um smá like eða ef þið deilduð þessu :) Myndi gleðja mig svaklega hehe
No comments:
Post a Comment