Monday, August 20, 2012

Lífið í nýju íbúðinni

Það er svo sannarlega mikið búið að gerast undanfarna daga.

Að gera allt tilbúið fyrir íbúðina - innflutningspartý - menningarnótt og svo fyrsti skóladagurinn. Maður er byrjaður á fyrsta dag á 3.árinu og mér finnst það byrja heldur snemma.

En ég ætlaði aðallega að skella inn nokkrum myndum hérna inn fyrir ykkur !!

Hér er stofan fyrir partýið

spari skápurinn sem hýsir sparistellið 

bollan klár og allt að verða ready 

komin i dressið. Bolur(samfella) frá BikBok og pils frá HM en skipti svo á síðustu stundu um pils og var svo í svörtu pilsi í staðin hehe

ótrúlega ánægð með fínu fínu skóna mína

Röltu niður í bæ á menningarnótt með Önnu Kristínu á meðan við gúffuðum í okkur ís :)
Skellti mér síðan í Volvo hitting með fjölskyldunni hans Davíðs. Á myndinni fyrir neðan eru Volvo bílar fjölskyldunnar :)

Flott eru þau öll 

Síðar um kvöldið fór ég á tónleika með Einari Daða og Hjalta á Kex Hostel með Russel Crowe og Alan Doyle. Þeir voru betri en ég bjóst við.  

Svo mætti hin eina sanna Patti Smith

og söng með fellunum Because the night og ég söng hástöfum með allan tímann

Crowinn að spila á gítarinn sinn - kunni samt bara nokkur einföld grip, Alan var betri á gítargripinn :)

En þetta var æðisleg helgi. Nú er það bara skólinn á fullu og svo þarf ég að fara að fá gesti í fínu fínu íbúðina :) 

Svo ætlum við Davíð að skella okkur á Geirmundarball í sveitinni 31.ágúst og get ég fullyrt að ég er orðin vel spennt :)

Þangað til næst - Jóhó


No comments:

Post a Comment