Sunday, August 5, 2012

Síðasta vikan í Norge

Jæja nú fer heldur betur að styttast í að ég komi heim og ég get ekki beðið eftir að hitta alla.

Á miðvikudaginn í síðustu viku fór ég með litlu systur í bæinn og við skoðuðum okkur um og ég bauð henni í Lunch, stóra systir er nú alveg frábær hehe. Keypti ég mér svona norska ullarpeysu, en mér fannst alveg nauðsynlegt að eiga eitt stykki þannig

Peysan se ég keypti er mjög svipuð þessari nema hún er hneppt alveg niður og er hún alveg æði

Elva með samlokuna sína :) og systirin fær svona eina grettu fyrir myndavélina 


En núna á fimmtudaginn hitti ég Hrefnu dökku í Sandnes og við skelltum okkur í cupcakes gerð. Það dugði ekkert meira en hafa 4 kremtegundir á cupcakesið okkar :) 

Grænukökurnar eru með karamellukremu
Bleiku eru með einhversskonar tropikal bragði 
Bláu með coconut bragði 
Ljósakremið er með kaffibragði 
Loksins náði ég að læra að gera rós og er það meira segja hægt að gera með einum stúti sem ég á. En nú gæti ég sagt að ég sé búin að ná ágætum tökum á muffinsgerðinni
En uppskriftin er sama uppskrift og ég hef verið að nota þegar ég geri muffins svo þið getið fundið það neðar í blogginu mínu

Með kókoshnetubragði

með karamellubragði

Rósin með tropicalkremi en smá úr fókussamt 

Smá hjónabandssælufýlingur í þessari 

En næsta vika einkennist af vinnu og svo að hitta þá sem ég þarf að kveðja. En ég þarf nú að kveðja Hrefnurnar mínar :) 

En í dag 5.ágúst er ég og Davíð búin að vera saman í 3 ár. Við erum búin að upplifa ótrúlega margt saman. Tyrklandsferðin á Marmaris þar sem allt gerðist !! Að upplifa útskriftarárið í 6.bekk saman. Hittumst í Þýskalandi í 1 dag þegar ég og Tinna tókum smá Evrópurúnt 2010. Skella okkur til New York í ágúst 2011. Davíð kom svo í heimsókn hingað til mín til Stavangurs.  Við erum búin að skella okkur í margar útilegur, gista á Hótelum út á landi, fara oft út að borða og í raun eiga ógleymanlegar stundir saman. 
Nú er svo stóra stundin þar sem við erum að flytja saman og get ég ekki beðið eftir að komast í kotið okkar og sjá svona í alvöru hvað hann Davíð er búinn að gera fínt. 
En Davíð er algjörlega mín stoð og stytta og er ekki hægt að hugsa sér betri kærasta. 

Elska hann :*

Hlakka til að hitta ykkur öll, sjáumst eftir 9 daga 

Ykkar Jóhanna ....

og Elva Rún vill líka fá að vera með 



No comments:

Post a Comment