Á mánudeginum fór ég svo á skurðstofuna í Fossvoginum þar sem ég átti eftir að klára einn dag í skurðverknáminu og það var geggjað. Hitti Elnu hjúkkuvinkonu þar og bara gaman.
En þegar ég var að pakka fötunum mínum tók Elva Rún myndir af öllu því nýja sem ég keypti mér þannig þið megið búast við myndaflóði.
Svo er allt að koma til í nýju íbúðinni. Fékk fullt af eldshúsgræjum frá bæði Pabba og líka Ömmu Laugu. Ég hendi svo inn myndum við tækifæri þegar íbúðin er orðin klár eða svona hérum bil
Skartið sem fjárfest var í ferðinni
Maður varð að fá sér Ben and Jerrys áður en maður fór heim
Ótrúlega góð ber keypt beint frá bónda. Heita bringuber í Noregi og eru mjög svipuð og hindber í laginu, en ég veit ekki hvort þau smakkast eins þar sem það er svo langt síðan ég fékk mér hindber
Öll herlegheitin sem keypt voru í Norge
Fyllti alveg heilt rúm, mamma og Davíð verða kannski ekki alveg sátt hehe
Kjólarnir úr H&M og Bik Bok. Kjóll númer 1,4 og 6 eru úr H&M en hinir úr Bik Bok
Pils sem ég keypti. nr. 1 og 3 eru úr H&M og það í miðjunni úr Gina Tricot
jakkar. Fyrsti úr Gina Tricot en hinir úr H&M
Skyrturnar. Skyrta nr. 3 er úr Vero Moda en hinar úr Cubus
Svo keypti ég mér peysur. Keypti svona ekta norska peysu, og svo líka hlýjar peysur fyrir veturinn
Nokkrar litaðar gallabuxur - og þessar gulu voru eiginlega spes keyptar fyrir Tinnu, Önnu Mjöll, Önnu Kristínu og Hafdís.
Hælaskórnir sem voru keyptir.
Þar sem það var svolítið verslað þurfti að fjárfesta í nýrri ferðatösku og auðvitað varð bleik taska fyrir valinu.
Við systur að pakka :)
Komin á flugvöllinn með töskurnar mínar
Ready að fara heim til Íslands
Splæsti sér í eitt gott rauðvínsglas
Hér er svo myndband af mömmu þegar ég kem henni á óvart - það er reyndar á hlið og ég næ ekki að snúa því
En ég er svona að spá hvort ég eigi að halda áfram með þetta blogg víst ég er komin heim ! Það fer alveg eftir því ef fól´k nennir ennþá að lesa hehe - þannig mér þætti mjög vænt um ef þið mynduð segja ykkar skoðun eða láta mig vita ef ég ætti að halda áfram - það væri vel þegið :)
Jóhanna Sigríður
auðvita heldur litla systir áfram að lesa:)
ReplyDeletehahahaha mamma þín er æði!.. En gott að fá þig heim og haltu endilega áfram að skrifa :) <3
ReplyDelete