Hallo allir, það er búið að vera nóg að gera hérna síðan síðasta færsla var. Alltaf nóg að gera í skólanum og hérna heima. Einnig var ég að fá mér kort í ræktinni og er byrjuð í Reebok Fitness og ég virkilega mæli með henni. Ætla að hella inn nokkrum myndum fyrir ykkur.
Svona er þetta um helgar hjá okkur :) Egg og Bacon og jú smá avocado í skál þarna til þess að vera hollur
Ég fékk ömmu, afa, Sigga, Stínu, Snorra, Binna, mömmu og Pálma í smá innflutningskaffi. Ákvað ég að skella í eplaköku þó ég hafi aldrei gert svoleiðis áður, finnst þær bara svo góðar og hún heppnaðist vel. Allavegana var hún kláruð upp til agna.
150 gr smjör
3 egg
1,5 dl sykur
2,5 dl heilhveiti (keypti það óvart og það hefur virkað vel í allt sem ég hef bakað)
1 tsk lyftiduft
2 græn epli afhýdd og sneidd í báta
kanelsykur
Aðferð: Sykur og egg þeytt saman og svo er bráðnu smjöri þeytt saman við. Sýðan er hveitinu og lyftiduftinu bætt við. Smurði ég vel formið (en samt ekki nógu vel því það festist samt eitthvað) Setti svo deigið í og raðaði eplunum á og setti svo kanelsykur yfir (vel af því)
Bakað í 180°C heitum ofni og í um 20-30 mínútur - verður fallega brún að ofan
Við vorum svo fljót að borða hana að ég náði ekki mynd haha
Svo gerði ég vöffludeig en vöfflujárnið mitt er svolítið lélegt þar sem það hefur ekki veirð notað svo lengi svo vöfflurnar voru heldur betur afbrygðilegar en ég gerði úr afgöngunum pönnsur/vöfflur. En ég keypti ekki vöffludeig heldur gerði það sjálf
250 gr heilhveiti
2 msk sykur
1 tsk lyftiduft
pínu salt
6 dl mjólk/svo eftir þörfum
1 egg
150 gr smjör - brætt
Öllu blandað vel saman og svo sett í vöfflujárn (ef það er ekki eins bilað og mitt)
Ég fékk svo rosa fínan pott frá sigga og stínu og dósaopnara frá strákunum sem mig sárvantaði
Svo fékk ég þennan æðislega blandara frá ömmu og afa og hann er frábær - er farin að geta gert ofurbúst á morgnanna
Skellti í þetta búst einn morguninn. Skyr með ástaraldin og melónu, frosin jarðaber, banani og engiferduft - ógeðslega gott
Svo bara verð ég að minnast á sushiið frá Suzushii. Það er laaang best finnst mér. Ég er orðinn algjör fastakúnni þarna enda fæ ég alltaf pínu extra þarna. Spicy california rúllan er geggjuð og svo er kjúklingarúllan ótrúlega góð. Svo var ég extra svöng svo ég fékk mér 2 bleikju nigiri finnst þeir mun betri en laxinn
Svo vildi ég aðeins segja ykkur frá uppáhaldshlutunum mínum nú á dögum
Þessi bolur sem ég keypti í BikBok í Noregi - fer varla úr honum
Nýju fínu KronKron skórnir sem ég fann á hörkudíl inn á Bland.is - fullt þar flott
Svo er það uppáhaldstaskan mín sem ég keypti mér fyrir 3 árum. Þessi vintage Louis Vuitton taska var til sölu á flóaamarkaði hjá Aftureldingu og kostaði 5000 kr. En ég var með engan pening en varð að eignast hana svo Anna konan hans pabba lánaði mér fyrir henni. Svo ekki skemmir að þessi taska er ekta (lét tékka ég var svo forvitin)
Fjölskyldunni er búið að fjölga um einn - erum kmin með þessa sætu kisu og hún heitir Mjúka aka Jane Fonda aka Nikki Sixx. Hún er algjör keliróa en líka rosa fjörug og finnst ekkert skemmtilegra en að leika sér með litlu dótamúsina. Svo þegar ég er heima að læra þá plantar hún sér alltaf við hliðina á mer og sofna - svo kósý í lærdómnum hjá okkur
Hún er svo sæt þessi litla
En svo erum við Davíð að fara í smá frí í næstu viku
Ætlum að skella okkur til Toronto og við erum rosa spennt. Ætlum að skella okkur á 2 tónleika og annar þeirra er með hinni fabjúlös hljómsveit
KISS !!!!
XOXO Jóhanna
No comments:
Post a Comment