Skellti mér í skólann og fór svo heim að baka og gera krem á cupcakesin mín. Gerði líka svo heitan rétt og túnfisksallat.
Yndislega gaman að geta boðið ættingjunum á sitt eigið heimili og haft það huggulegt. Afi kom og Katla frænka og Hilmar. Siggi og Stína, Tinna og Sigrún og auðvitað mamma, Gylfi og Pálmi. Já og svo má ekki gleyma Davíð kallinum - en ég ætlaði að vera rosa dugleg að taka myndir í afmælinu en svo varð bara ekkert úr því - svo busy að sinna gestum sjáiði til.
En við baksturinn þá stóð fröken KitchenAaid algjörlega fyrir sínu og mikið ósköp var gaman að baka í þessari fínu vél. Svo fylgdi einhver nýr svona stútur á hana sem ég prófaði og hann var lika svona fínn. En ég ætla að setja inn uppskriftirnar af kökunum og sýna ykkur svo myndir :)
Fæ mér alltaf Boozt orðið í morgunmat og blandarinn frá ömmu og afa bjargar því alveg. Ég setti í þennan 3 msk hreint skyr, 1 lítið epli, 1 litla peru, frosin jarðaber og smá engiferduft - og þynnt með fjörmjólk - alveg eðal.
Svo hérna eru mokka kökurnar og ég nota alltaf sömu grunnuppskriftina sem er:
150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjör
2 egg
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
2 dl mjólk /nota stundum súrmjólk eða jógúrt - fer bara hvað ég á til
Svo af því þetta var nú mokka/kaffi þá þurfti ég að setja kaffi út í hana, þannig ég setti svona 3 msk af sterku kaffi og svo 1 dl af mjólk í stað þess sem e´g geri venjulega er að setja 2 dl mjólk
Hér eru svo þær með marsbitunum - sama grunnuppskrift nema hér bætti ég við 2 msk af kakói og svo átti ég marssúkkulaði þannig ég skar það niður og setti í deigið líka
Svo þurfti náttúrulega að setja krem ofan á og þá notaði ég grunnuppskriftina af smjörkremi
200 gr smjör lint
4 og 1/2 dl flórsykur - ég slumpa alltaf set bara þangað til mér finnst kremið orðið nógu sætt
1 tsk vanilludropar
setti ég svo 2 msk af sterku kaffi saman við og blandaði vel saman
hér eru marscupcakesin og notaðist ég við sömu grunnuppskrift af smjörkremi en bætti hér ofan í 50 gr af bráðnu suðusúkkulaði og 1 msk kakó
Hér er svo afraksturinn
Gerði ég svo rósir á kökurnar og notaði þá stút sem ég keypti frá Allt í köku inn í ármúla og hann heitir winston 2d :) alveg æðislegur - er svona stjörnustútur
Hérna notaði ég annars konar stút sem fæst líka í Allt í köku en hann heitir Winston 2G
Svo vil ég sýna ykkur smá myndir úr íbúðinni hvernig þetta er orðið
Eldhúsborðið með cupcakesunum
Stofan :)
Spariskápurinn :) Sparistellið frá ömmu er komið í hann ásamt kristalsglösunum
Svo svona yfirlitsmynd yfir eldhúsið
Svo gerði ég líka gulrótarköku cupcakes en tók enga mynd af þeim en ég skal láta ykkur fá uppskriftina engu að síður
2 egg
2 dl sykur
1-2 tsk kanill (ég notaði kanilsykur - átti ekki hreinan kanil)
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
3 dl rifnar gulrætur
þeyta egg og sykur vel saman og bæta svo hinum hráefnunum við bakað við 175°C í 20 mín
Krem:
100 gr rjómaostur
60 gr bráðið smjör
3 dl flórsykur
2 tsk vanilludropar
XOXO Jóhanna Sigríður
No comments:
Post a Comment