Monday, October 1, 2012

Fiskisúpa

Jæja nú er tölvan farin í viðgerð og finnst mér ég alls laus án hennar. Fékk þó tölvuna hennar mömmu lánaða sem er að bjarga miklu.

En ég er búin að vera með eitthvað smá kvef og ákvað ég því að elda fiskisúpu í kvöld þar sem mér finnst fátt betra en heit, kraftmikil súpa. Ég átti þorskflök í frystinum svo ég ákvað að  nota fisk en það er hægt að nota hvaða fisk sem er. Ég ákvað lika að gera svolítið stóran skammt bara svona til að eiga. Setti afgangin í plasbox og inn í frysti og þá er bara hægt að taka hana út og hita hana upp :)

Uppskriftin er: 400 ml kókosmjólk,
100 ml matreiðslurjómi
ein dós af niðursneiddum tómötum
hálf dós af tómatpúrru
ég reyndar sleppti rjómaostinum í þetta sinn, ákvað það bara á síðustu stundu
svo er 1,5 L af vatni :)
1/3 af heinz chillisósu það var líka eitthvað sem ég ákvað að setja í á síðustu stundu



Svo skar ég niður 1 lauk
2/3 af sætri papriku (held að það heiti það - þessi langa þykka paprika)
1/4 sæt kartafla
10 gulrætur
4 hvítlauksrif
2 cm af engifer

Svo af kryddi er:
salt og pipar
3 tsk karrý
2 tsk reykt paprikuduft
2 tsk engifer duft
2 tsk óreganó
2 tsk timjan
1 grænmetisteningur
1 kjúklingateningur



Ég steikti laukinn og hvítlaukinn upp úr 2 msk af olíu. Svo bætti ég paprikunni. Lét þetta malla smá stund og setti svo kryddin út í. Svo setti ég vatn, tómatana og tómatpúrruna og gulræturnar  og sætu kartöfluna, kjúklinga- og grænmetiskraftinn útí. 

Að lokum setti ég heinz chilli tómatsósuna út í og svo kókosmjólkina og rjómann og smakkaði hana til og svo var hún bara tilbúin. Eða svona næstum. Endaði á að setja 2 flök af þorski út í og lét þá eldast í rúmar 10 mín og svo var þetta bara ready



Það má líka auðvitað setja kjúkling í staðin fyrir fiskinn eða þá að setja annan fisk svo sem steinbít, lax eða annað. ´

Verði ykkur að góðu XOXO Jóhanna Sigríður 
Set svo mánudagslagið með :) 


No comments:

Post a Comment