Tuesday, October 2, 2012

Meistaramánuður og músík

Jæja 2. október og meistaramánuður er genginn í garð.



Þá er um að gera að setja sér markmið fyrir mánuðinn og standa við þau !!!! Mín markmið eru

Að vakna aldrei seinna en klukkan 8 á virkum dögum 

Bannað að leggja sig á daginn

Mæta a.m.k. 3 x í viku í ræktina 

Vera duglegri að blogga a.m.k. 3 blogg í viku og já þið verðið að rukka mig um þau :) 

Vera duglegri að hitta vinkonur mínar sem ég hitti allt of sjaldan !!

Ég ákvað að hafa þau fá markmiðin að þessu sinni en ætla að reyna að standa við þau öll.

En að öðru þá hef ég oft haldið að ég hafi fæðst á vitlausum tíma. Held ég hefði átt að fæðast á diskó tímabilinu eða þá að vera með í 80´s groovinu. Ég á svo mikið að uppáhaldslögum frá þessu tímabili sem ég hef hlustað frá því ég var lítil því mamma ELSKAR 80´s tónlist og var algjör diskódrottning á sínum tíma.

Ætla að setja nokkur eðallög fyrir ykkur sem ég hef verið að hlusta á við lærdóminn undanfarið :)

Barry White er náttúrulega bara snillingur 


Ég elska Saturday night fever myndina með John Trovolta og elska öll lögin með Bee Gees. Þetta er í uppáhaldi núna :)


Þetta er náttúrulega aðal diskólagið og ég veit ekki hversu oft þegar við Mamma og Pálmi bjuggum á Tjarnarmýrinni að ég var dansandi við þetta lag


Þetta lagi er líka yndislegt. Alltaf gaman að dansa við þetta

En lag laganna sem hefur verið mitt uppáhaldslag svo lengi og kemur mér alltaf í gott skap sama hvað er !!!


I will survive með Gloriu Geynor !! Hún er eðal 

XXX Jóhanna Sigríður 

No comments:

Post a Comment