Wednesday, September 19, 2012

Toronto

Jæja þá er ég komin heim aftur frá Toronto og það var alveg yndisleg ferð í alla staði með elsku Davíð.
Skelltum okkur á söfn, löbbuðum mikið, sáum Niagra fossana, fórum í siglingu, versluðum, fórum á IMAX bíósýningu á Batman, fórum út að borða, drukkum bjór, versluðum aðeins meira, fórum á tónleika með Kiss og Mötley Crue og líka á tónleika með John Fogerty sem var meðlimur í Creedance Clearwater Revival og höfðum það yndilegt.

Svo sáum við frækt fólk þarna sem var bara gaman, Nicole Kidman, Matthew McConaughey og Taylor Swift :) En náðum samt ekki myndum :( var rigning og ógeðslega mikið af fólki í kring
Set inn hérna nokkrar myndir fyrir ykkur


Sæti með fína fína pokann í Leifstöð

og kjellan 

Mini Times Square í Toronto

Skoðuðum Casa Loma sem er kastali í miðri Toronto og er alveg yndislega fallegur kastali. Byggður í byrjun 20.aldar einn kall bjó þarna með konunni sinni og alveg yndislegur 

Við tvö <3

Davíð skellti sér í klippingu í Toronto og fékk þessa fínu klippingu :)

CN tower, var einu sinni hæsta bygging í heimi þangað til einhverjir Dubaia karlar byggðu stærri byggingu. En þarna uppi er svona útsýnispallur, kaffisala og 2 veitingastaðir og einn þeira er svaka fínn og við Davíð skelltum okkur 

Skelltum okkur í siglingu og útsýnið úr henni var alveg frábær
Það var svo yndilseg sjón að sjá Davíð borða Sushi það var ekki að ganga með þessa prjkóna og svo vissi hann ekkert hvað var hvað

En svo fékk hann bjór og þá var hann miklu kátari :)

Á leiðinni á Kiss tónleika og Mötley Crue sem voru awsome

tók svo mynd af Louis Vuitton búðinni fyrir hana Elvu Rún systur mína

Svo skoðuðum við Niagra fossa sem er ein flottasta sjón sem ég hef séð. Var eitt það fallegasta sem ég hef séð

Svo ákvað ég að skella inn smá outfitt myndum inn líka svona til þess 


Levis gallabuxur, converse skór, samfella úr BikBok og peysa úr Forever21

skór úr converse, pils úr GinaTricot, bolur úr H&M, taka LV (samt fake hoho)

Keypti mér þennan fína Kiss Bol á tónleikunum með Kiss og Mötley Crue sem voru geeeðveikir ótrúlega gaman af þeim

Í kjól úr H&M á leiðinni á tónleika með John Fogerty

Það var svo ógeðslega mikil rigning fyrr um daginn þannig ég keypti mér sokkabuxur og nýja skó því ég var gegndrepa í fæturna og svo þennan fína hermannajakka

Buxur H&M, bolur Zara, peysa Forever og veski Nine West

síðasti dagurinn okkar úti: Levis gallastuttbuxur, skyrta forever21 og LV taskan sem fyllist aldrei og svo skór úr H&M sem ég keypti úti sem eru fyrir afmælispeninga frá mömmu :)

 Svo er það næsta mál á dagskrá og það er afmæli í næstu viku. Ætla að bjóða ættingjum í heimsókn á mánudaginn og hjúkkuvinkonunum á þriðjudaginn og svo ætla ég fljótlega að halda kannski smá partý. En þetta allt þýðir bara eitt !! CUPCAKES og það er líka sérstaklega út af því að ég er búin að fá snemmbúna afmælisgjöf frá davíð. Fékk yndislega fallega guðdómlega Kitchenaid hrærivél :D :D
alveg yndislega fullkomin í alla staði enda á ég besta kærastann í öllum heiminum. 

XOXO Jóhanna Sigríður

No comments:

Post a Comment