Uppskriftin var
500 gr nautahakk
1 laukur
3 hvítlauksrif
10 sveppir
2 tomatar
1 chilli með fræjunum
1 dós hakkaðir tómatar
1 lítil dós tómatpurré
4 msk salsasósa
2 dl vatn
1 dós svartar baunir
4 baconlengjur - algjörlega eftir smekk
1 msk tacokrydd
2 tsk reykt paprikuduft
1 tsk karrýduft
salt og pipar
Steikti fyrst laukinn, hvítlaukinn og baconið upp úr dálítilli olíu og bætti svo hakkinu út í. Kryddaði þá með kryddinu og hélt áfram að steikja. Bætti þá við sveppunum og chillinu og steikti í smá stund. Lækkaði hitann og setti hökkuðu tómatana, tómatana, tómatpúrruna, salsasósuna og vatnið og blandaði vel saman og þetta lét ég svo malla vel og lengi - þetta mallaði hjá mér svona við lágan hita í rúmlega klukkutíma. Svo stuttu áður en þetta er borið fram eru baununum bætt saman við.
Mér finnst alveg nauðsynlegt að hafa sýrðan rjóma með þessu og einni sallat, en svo langaði mig í kúskús líka með. Þannig ég setti það í skál og hellti sjóðandi vatni yfir og lét það drekka í sig vökvann. Bætti svo við reyktu papriku mauki og safa úr hálfri sítrónu, smá salti og pipar .
Í gær ákváðum við Davíð að fara á Laugavatn í sund/fontana sem er þar. Voða notalegt og fallegt útsýni en eilítið dýrt samt - 2500 krónur á mann en við vorum með 2 fyrir 1 svo þetta var fínt. Þarna meira að segja komst ég í gufu í fyrsta skipti í langan tíma, en ég þoli eiginlega ekki gufur, finnst ég alltaf vera að kafna í þeim. En þarna var ein sniðin fyrir mig ekki nema um 37°C þarna inni :)
Davíð á laugavatni
Útsýnið úr Laugavatni Fontana
Laugavatn Fontana
Svo fórum við í bíltúr, keyrðum á Selfoss þar sem við fengum okkur ís og keyrðum svo fram hjá Eyrarbakka á veitingastaðinn Hafið Bláa. Virkilega góður veitingastaður - mæli með honum og útsýnið yfir hafið er stórkostlegt
Auðvitað fékk ég mér humar :)
En núna þarf ég að græja mig því ég ætla að kíkja í lunch með Soffíu vinkonu minni :)
Eigið góðan dag
XOXO Jóhanna Sigríður