Wednesday, May 15, 2013

Chilli con carne og Laugarvatn

Í fyrradag eldaði ég dýrindis chilli con carne úr því sem ég átti úr ísskápnum. Ég hef oft gert það áður og nota alltaf bara það sem til er og það virðist alltaf heppnast.

 Uppskriftin var 
500 gr nautahakk
1 laukur
3 hvítlauksrif
10 sveppir
2 tomatar
1 chilli með fræjunum
1 dós hakkaðir tómatar
1 lítil dós tómatpurré 
4 msk salsasósa
2 dl vatn
1 dós svartar baunir
4 baconlengjur - algjörlega eftir smekk
1 msk tacokrydd
2 tsk reykt paprikuduft
1 tsk karrýduft
salt og pipar 

Steikti fyrst laukinn, hvítlaukinn og baconið upp úr dálítilli olíu og bætti svo hakkinu út í. Kryddaði þá með kryddinu og hélt áfram að steikja. Bætti þá við sveppunum og chillinu og steikti í smá stund. Lækkaði hitann og setti hökkuðu tómatana, tómatana, tómatpúrruna, salsasósuna og vatnið og blandaði vel saman og þetta lét ég svo malla vel og lengi - þetta mallaði hjá mér svona við lágan hita í rúmlega klukkutíma. Svo stuttu áður en þetta er borið fram eru baununum bætt saman við. 

Mér finnst alveg nauðsynlegt að hafa sýrðan rjóma með þessu og einni sallat, en svo langaði mig í kúskús líka með. Þannig ég setti það í skál og hellti sjóðandi vatni yfir og lét það drekka í sig vökvann. Bætti svo við reyktu papriku mauki og safa úr hálfri sítrónu, smá salti og pipar . 


Í gær ákváðum við Davíð að fara á Laugavatn í sund/fontana sem er þar. Voða notalegt og fallegt útsýni en eilítið dýrt samt - 2500 krónur á mann en við vorum með 2 fyrir 1 svo þetta var fínt. Þarna meira að segja komst ég í gufu í fyrsta skipti í langan tíma, en ég þoli eiginlega ekki gufur, finnst ég alltaf vera að kafna í  þeim. En þarna var ein sniðin fyrir mig ekki nema um 37°C þarna inni :)

Davíð á laugavatni

Útsýnið úr Laugavatni Fontana

Laugavatn Fontana

Svo fórum við í bíltúr, keyrðum á Selfoss þar sem við fengum okkur ís og keyrðum svo fram hjá Eyrarbakka á veitingastaðinn Hafið Bláa. Virkilega góður veitingastaður - mæli með honum og útsýnið yfir hafið er stórkostlegt

Auðvitað fékk ég mér humar :) 

En núna þarf ég að græja mig því ég ætla að kíkja í lunch með Soffíu vinkonu minni :)

Eigið góðan dag 

XOXO Jóhanna Sigríður

Sunday, May 12, 2013

Sumarkaka

Gleðilegt, sumar
Nú er ég búin í prófum kláraði á föstudaginn og hélt svo dýrindis partý fyrir uppáhalds hjúkkuskvísurnar mínar og við skemmtur okkar líka svona gasalega vel.

En í dag er mæðradagurinn og ég á svo sannarlega bestu mömmu í heimi og auðvitað bauð ég henni ásamt ömmu minni og Björk frænku og jú Pálma í smá mæðradagskaffi í síðdegisblíðunni.

Þrír ættliðir þegar ég útskrifaðist :)

Ég bauð upp á súkkulaðiköku með smjörkremsrósum ofan á. Ég hef aldrei gert svona rósir á köku heldur bara á cupcakes þannig ég þurfti að reyna og gá hvort mér myndi takast það.
En ég notaði sömu grunnuppskrift og ég nota af súkkulaðicupcakesunum sem ég geri oftast en uppskriftina geturu fundið hér. En ég breytti aðeins smjörkremsuppskrftinni - reyndi aðeins að betrumbæta hana og viti menn smjörkremið var barasta mun betra. En það er svona:

200 gr smjör
1 eggjahvíta
1 eggjarauða (ég skil rauðuna að því ég set hana ekki á sama tíma og hvítuna)
1 tsk vanilludropar - eða meira eftir smekk
rúmlega 1 pakki af flórsykri - ég get aldreið haft ákveðið magn af flórsykri - ég bara "dassa" og smakka til þar til mér finnst þetta nógu sætt
matarlitur - ég vildi hafa dökkbleikt krem og átti bleikan svona kremmatarlit og ég set alltaf smá í einu og bæti svo við.

Ég þeytti hvítuna og bætti svo linu smjöri við (athuga lint ekki bráðið) og vanilludropum og hrærði vel saman í frú Kitchfríði. Svo bætti ég flórsykri smátt og smátt við ca 1 dl í einu og smakkaði til og svo til að hafa kremið eilítið þynnra því mér fannst það smá stíft þá lét ég rauðuna saman við og blandaði við og endaði svo á matarlitnum.

Kremið komið á kökuna kom bara nokkuð vel út miðað við fyrstu tilraun 

Ég með nýju svunduna og afraksturinn


Björk kom færandi hendi frá Danmörku, gaf mér þennan fína cupcakes ofnhanska og 2 cupcakes viskustykki :)

Þennan gaf múttan mér í gær en hann dömur mínar og herrar  fæst í TIGER 

Þangað til næst XOXO Jóhanna Sigríður


Wednesday, April 24, 2013

Blogg taka tvö

Halló halló

Lang langt langt síðan síðast !!! Ég tók mér góða pásu frá síðasta bloggi, var alveg uppiskroppa með bloggefni og tímarnir mínir fóru í eitthvað allt annað.

En nú er ég snúin aftur, sterkari sem aldrei fyrr.

Það sem hefur á daga mína drifið undanfarið er að ég er flutt :) Við Davíð fluttum aftur á hans heimaslóðir í Silungakvíslina en  nú er koin séríbúð á neðri hæðinni sem er bara mjög fín. Íbúðin er ca 62 fermetra hún er 3 herbergja og erum við himinlifandi að við séum komin með aukaherbergi. Við ætlum að fá okkur svefnsófa þannig erlendir gestir geta komið og gist. Einnig er eldhúsið sér og í eldhúsinu er hvorki meira né minna en UPPÞVOTTAVÉL. Þið getið ekki trúað hvað ég er ánægð með eitt stykki svoleiðis !!Svo er baðherbergið mjög rúmgott með miklu skápaplássi og RISA sturtuklefa, get barasta haldið partý í sturtunni ;) Svo erum við garð og höfum afnot af heitum potti sem er nú ekki amarlegt.


Hér er eldhúsið mitt fína :)

Fröken kitchfríður fékk auðvitað sinn sess á eldhúsborðinu

og það BESTA uppþvottavélin, sem svínvirkar, gleður mitt litla hjarta

En fyrsta bloggið er nú bara stutt og laggot, ætla að gefa ykkur uppskrift af dýrindis hamborgurum sem ég bjó til í kvöld og smökkuðust þeir bara ansi vel samkvæmt mér og sambýlingnum :)


Heimagerðir tex mex hamborgarar
500 gr nautahakk ca (ég notaði 400 fyrir okkur gerði 5 hamborgara)
1/2 rauðlaukur 
1 hvílauksrif
1 grænt chilli
1 msk tacokrydd
2 tsk Bezt á hamborgarann kryddið
1 egg

Öllu blandað saman í höndunum og búnir til 4-6 borgarar eftir því hvað þið viljið hafa þá stóra
Tilbúnir að fara á pönnuna/grillið

Ég gerði guacamole auðvitað með og notaði
2 avocado
1/2 tómatur
2 sneiðar rauðlaukur
1/2 chilli 
1 hvítlauksrif
smá salt
Blandað í mixernum og voila

Skar niður grænmeti sem var til :)

Hérna eru herlegheitin tilbúin :) Smakkaðist einstaklega vel, setti öggu pons sýrðan rjóma líka og það var rosa gott. Davíð stóðst ekki mátið og setti smá BBQ sósu á sinn.

Þangað til næst
XOXO Jóhanna 

Tuesday, October 2, 2012

Meistaramánuður og músík

Jæja 2. október og meistaramánuður er genginn í garð.



Þá er um að gera að setja sér markmið fyrir mánuðinn og standa við þau !!!! Mín markmið eru

Að vakna aldrei seinna en klukkan 8 á virkum dögum 

Bannað að leggja sig á daginn

Mæta a.m.k. 3 x í viku í ræktina 

Vera duglegri að blogga a.m.k. 3 blogg í viku og já þið verðið að rukka mig um þau :) 

Vera duglegri að hitta vinkonur mínar sem ég hitti allt of sjaldan !!

Ég ákvað að hafa þau fá markmiðin að þessu sinni en ætla að reyna að standa við þau öll.

En að öðru þá hef ég oft haldið að ég hafi fæðst á vitlausum tíma. Held ég hefði átt að fæðast á diskó tímabilinu eða þá að vera með í 80´s groovinu. Ég á svo mikið að uppáhaldslögum frá þessu tímabili sem ég hef hlustað frá því ég var lítil því mamma ELSKAR 80´s tónlist og var algjör diskódrottning á sínum tíma.

Ætla að setja nokkur eðallög fyrir ykkur sem ég hef verið að hlusta á við lærdóminn undanfarið :)

Barry White er náttúrulega bara snillingur 


Ég elska Saturday night fever myndina með John Trovolta og elska öll lögin með Bee Gees. Þetta er í uppáhaldi núna :)


Þetta er náttúrulega aðal diskólagið og ég veit ekki hversu oft þegar við Mamma og Pálmi bjuggum á Tjarnarmýrinni að ég var dansandi við þetta lag


Þetta lagi er líka yndislegt. Alltaf gaman að dansa við þetta

En lag laganna sem hefur verið mitt uppáhaldslag svo lengi og kemur mér alltaf í gott skap sama hvað er !!!


I will survive með Gloriu Geynor !! Hún er eðal 

XXX Jóhanna Sigríður 

Monday, October 1, 2012

Fiskisúpa

Jæja nú er tölvan farin í viðgerð og finnst mér ég alls laus án hennar. Fékk þó tölvuna hennar mömmu lánaða sem er að bjarga miklu.

En ég er búin að vera með eitthvað smá kvef og ákvað ég því að elda fiskisúpu í kvöld þar sem mér finnst fátt betra en heit, kraftmikil súpa. Ég átti þorskflök í frystinum svo ég ákvað að  nota fisk en það er hægt að nota hvaða fisk sem er. Ég ákvað lika að gera svolítið stóran skammt bara svona til að eiga. Setti afgangin í plasbox og inn í frysti og þá er bara hægt að taka hana út og hita hana upp :)

Uppskriftin er: 400 ml kókosmjólk,
100 ml matreiðslurjómi
ein dós af niðursneiddum tómötum
hálf dós af tómatpúrru
ég reyndar sleppti rjómaostinum í þetta sinn, ákvað það bara á síðustu stundu
svo er 1,5 L af vatni :)
1/3 af heinz chillisósu það var líka eitthvað sem ég ákvað að setja í á síðustu stundu



Svo skar ég niður 1 lauk
2/3 af sætri papriku (held að það heiti það - þessi langa þykka paprika)
1/4 sæt kartafla
10 gulrætur
4 hvítlauksrif
2 cm af engifer

Svo af kryddi er:
salt og pipar
3 tsk karrý
2 tsk reykt paprikuduft
2 tsk engifer duft
2 tsk óreganó
2 tsk timjan
1 grænmetisteningur
1 kjúklingateningur



Ég steikti laukinn og hvítlaukinn upp úr 2 msk af olíu. Svo bætti ég paprikunni. Lét þetta malla smá stund og setti svo kryddin út í. Svo setti ég vatn, tómatana og tómatpúrruna og gulræturnar  og sætu kartöfluna, kjúklinga- og grænmetiskraftinn útí. 

Að lokum setti ég heinz chilli tómatsósuna út í og svo kókosmjólkina og rjómann og smakkaði hana til og svo var hún bara tilbúin. Eða svona næstum. Endaði á að setja 2 flök af þorski út í og lét þá eldast í rúmar 10 mín og svo var þetta bara ready



Það má líka auðvitað setja kjúkling í staðin fyrir fiskinn eða þá að setja annan fisk svo sem steinbít, lax eða annað. ´

Verði ykkur að góðu XOXO Jóhanna Sigríður 
Set svo mánudagslagið með :) 


Tuesday, September 25, 2012

Afmælis afmælis

Mikið rosalega er gaman að eiga afmæli.
Skellti mér í skólann og fór svo heim að baka og gera krem á cupcakesin mín. Gerði líka svo heitan rétt og túnfisksallat.

Yndislega gaman að geta boðið ættingjunum á sitt eigið heimili og haft það huggulegt. Afi kom og Katla frænka og Hilmar. Siggi og Stína, Tinna og Sigrún og auðvitað mamma, Gylfi og Pálmi. Já og svo má ekki gleyma Davíð kallinum - en ég ætlaði að vera rosa dugleg að taka myndir í afmælinu en svo varð bara ekkert úr því - svo busy að sinna gestum sjáiði til.

En við baksturinn þá stóð fröken KitchenAaid algjörlega fyrir sínu og mikið ósköp var gaman að baka í þessari fínu vél. Svo fylgdi einhver nýr svona stútur á hana sem ég prófaði og hann var lika svona fínn. En ég ætla að setja inn uppskriftirnar af kökunum og sýna ykkur svo myndir :)

Fæ mér alltaf Boozt orðið í morgunmat og blandarinn frá ömmu og afa bjargar því alveg. Ég setti í þennan 3 msk hreint skyr, 1 lítið epli, 1 litla peru, frosin jarðaber og smá engiferduft - og þynnt með fjörmjólk - alveg eðal. 

Svo hérna eru mokka kökurnar og ég nota alltaf sömu grunnuppskriftina sem er: 
150 gr sykur
150 gr púðursykur 
125 gr smjör
2 egg
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
2 dl mjólk /nota stundum súrmjólk eða jógúrt - fer bara hvað ég á til

Svo af því þetta var nú mokka/kaffi þá þurfti ég að setja kaffi út í hana, þannig ég setti svona 3 msk af sterku kaffi og svo 1 dl af mjólk í stað þess sem e´g geri venjulega er að setja 2 dl mjólk

Hér eru svo þær með marsbitunum - sama grunnuppskrift nema hér bætti ég við 2 msk af kakói og svo átti ég marssúkkulaði þannig ég skar það niður og setti í deigið líka

Svo þurfti náttúrulega að setja krem ofan á og þá notaði ég grunnuppskriftina af smjörkremi
200 gr smjör lint
4 og 1/2 dl flórsykur - ég slumpa alltaf set bara þangað til mér finnst kremið orðið nógu sætt 
1 tsk vanilludropar
setti ég svo 2 msk af sterku kaffi saman við og blandaði vel saman

hér eru marscupcakesin og notaðist ég við sömu grunnuppskrift af smjörkremi en bætti hér ofan í 50 gr af bráðnu suðusúkkulaði og 1 msk kakó

Hér er svo afraksturinn

Gerði ég svo rósir á kökurnar og notaði þá stút sem ég keypti frá Allt í köku inn í ármúla og hann heitir winston 2d :) alveg æðislegur - er svona stjörnustútur

Hérna notaði ég annars konar stút sem fæst líka í Allt í köku en hann heitir Winston 2G

Svo vil ég sýna ykkur smá myndir úr íbúðinni hvernig þetta er orðið

Eldhúsborðið með cupcakesunum

Stofan :)


Spariskápurinn :) Sparistellið frá ömmu er komið í hann ásamt kristalsglösunum

Svo svona yfirlitsmynd yfir eldhúsið

Svo gerði ég líka gulrótarköku cupcakes en tók enga mynd af þeim en ég skal láta ykkur fá uppskriftina engu að síður

2 egg
2 dl sykur
1-2 tsk kanill (ég notaði kanilsykur - átti ekki hreinan kanil)
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
3 dl rifnar gulrætur
þeyta egg og sykur vel saman og bæta svo hinum hráefnunum við bakað við 175°C í 20 mín

Krem:
100 gr rjómaostur
60 gr bráðið smjör
3 dl flórsykur
2 tsk vanilludropar

XOXO Jóhanna Sigríður

Wednesday, September 19, 2012

Toronto

Jæja þá er ég komin heim aftur frá Toronto og það var alveg yndisleg ferð í alla staði með elsku Davíð.
Skelltum okkur á söfn, löbbuðum mikið, sáum Niagra fossana, fórum í siglingu, versluðum, fórum á IMAX bíósýningu á Batman, fórum út að borða, drukkum bjór, versluðum aðeins meira, fórum á tónleika með Kiss og Mötley Crue og líka á tónleika með John Fogerty sem var meðlimur í Creedance Clearwater Revival og höfðum það yndilegt.

Svo sáum við frækt fólk þarna sem var bara gaman, Nicole Kidman, Matthew McConaughey og Taylor Swift :) En náðum samt ekki myndum :( var rigning og ógeðslega mikið af fólki í kring
Set inn hérna nokkrar myndir fyrir ykkur


Sæti með fína fína pokann í Leifstöð

og kjellan 

Mini Times Square í Toronto

Skoðuðum Casa Loma sem er kastali í miðri Toronto og er alveg yndislega fallegur kastali. Byggður í byrjun 20.aldar einn kall bjó þarna með konunni sinni og alveg yndislegur 

Við tvö <3

Davíð skellti sér í klippingu í Toronto og fékk þessa fínu klippingu :)

CN tower, var einu sinni hæsta bygging í heimi þangað til einhverjir Dubaia karlar byggðu stærri byggingu. En þarna uppi er svona útsýnispallur, kaffisala og 2 veitingastaðir og einn þeira er svaka fínn og við Davíð skelltum okkur 

Skelltum okkur í siglingu og útsýnið úr henni var alveg frábær
Það var svo yndilseg sjón að sjá Davíð borða Sushi það var ekki að ganga með þessa prjkóna og svo vissi hann ekkert hvað var hvað

En svo fékk hann bjór og þá var hann miklu kátari :)

Á leiðinni á Kiss tónleika og Mötley Crue sem voru awsome

tók svo mynd af Louis Vuitton búðinni fyrir hana Elvu Rún systur mína

Svo skoðuðum við Niagra fossa sem er ein flottasta sjón sem ég hef séð. Var eitt það fallegasta sem ég hef séð

Svo ákvað ég að skella inn smá outfitt myndum inn líka svona til þess 


Levis gallabuxur, converse skór, samfella úr BikBok og peysa úr Forever21

skór úr converse, pils úr GinaTricot, bolur úr H&M, taka LV (samt fake hoho)

Keypti mér þennan fína Kiss Bol á tónleikunum með Kiss og Mötley Crue sem voru geeeðveikir ótrúlega gaman af þeim

Í kjól úr H&M á leiðinni á tónleika með John Fogerty

Það var svo ógeðslega mikil rigning fyrr um daginn þannig ég keypti mér sokkabuxur og nýja skó því ég var gegndrepa í fæturna og svo þennan fína hermannajakka

Buxur H&M, bolur Zara, peysa Forever og veski Nine West

síðasti dagurinn okkar úti: Levis gallastuttbuxur, skyrta forever21 og LV taskan sem fyllist aldrei og svo skór úr H&M sem ég keypti úti sem eru fyrir afmælispeninga frá mömmu :)

 Svo er það næsta mál á dagskrá og það er afmæli í næstu viku. Ætla að bjóða ættingjum í heimsókn á mánudaginn og hjúkkuvinkonunum á þriðjudaginn og svo ætla ég fljótlega að halda kannski smá partý. En þetta allt þýðir bara eitt !! CUPCAKES og það er líka sérstaklega út af því að ég er búin að fá snemmbúna afmælisgjöf frá davíð. Fékk yndislega fallega guðdómlega Kitchenaid hrærivél :D :D
alveg yndislega fullkomin í alla staði enda á ég besta kærastann í öllum heiminum. 

XOXO Jóhanna Sigríður