Nú er ég búin í prófum kláraði á föstudaginn og hélt svo dýrindis partý fyrir uppáhalds hjúkkuskvísurnar mínar og við skemmtur okkar líka svona gasalega vel.
En í dag er mæðradagurinn og ég á svo sannarlega bestu mömmu í heimi og auðvitað bauð ég henni ásamt ömmu minni og Björk frænku og jú Pálma í smá mæðradagskaffi í síðdegisblíðunni.
Þrír ættliðir þegar ég útskrifaðist :)
Ég bauð upp á súkkulaðiköku með smjörkremsrósum ofan á. Ég hef aldrei gert svona rósir á köku heldur bara á cupcakes þannig ég þurfti að reyna og gá hvort mér myndi takast það.
En ég notaði sömu grunnuppskrift og ég nota af súkkulaðicupcakesunum sem ég geri oftast en uppskriftina geturu fundið hér. En ég breytti aðeins smjörkremsuppskrftinni - reyndi aðeins að betrumbæta hana og viti menn smjörkremið var barasta mun betra. En það er svona:
200 gr smjör
1 eggjahvíta
1 eggjarauða (ég skil rauðuna að því ég set hana ekki á sama tíma og hvítuna)
1 tsk vanilludropar - eða meira eftir smekk
rúmlega 1 pakki af flórsykri - ég get aldreið haft ákveðið magn af flórsykri - ég bara "dassa" og smakka til þar til mér finnst þetta nógu sætt
matarlitur - ég vildi hafa dökkbleikt krem og átti bleikan svona kremmatarlit og ég set alltaf smá í einu og bæti svo við.
Ég þeytti hvítuna og bætti svo linu smjöri við (athuga lint ekki bráðið) og vanilludropum og hrærði vel saman í frú Kitchfríði. Svo bætti ég flórsykri smátt og smátt við ca 1 dl í einu og smakkaði til og svo til að hafa kremið eilítið þynnra því mér fannst það smá stíft þá lét ég rauðuna saman við og blandaði við og endaði svo á matarlitnum.
Kremið komið á kökuna kom bara nokkuð vel út miðað við fyrstu tilraun
Ég með nýju svunduna og afraksturinn
Björk kom færandi hendi frá Danmörku, gaf mér þennan fína cupcakes ofnhanska og 2 cupcakes viskustykki :)
Þennan gaf múttan mér í gær en hann dömur mínar og herrar fæst í TIGER
Þangað til næst XOXO Jóhanna Sigríður
Okey öfund af fröken (frú?) kitchfríði... og vá hvað þetta er glæsileg kaka hjá þér!! Ekkert smá flínk. Gerir þú hverja rós sér og setur á?
ReplyDeleteKnús Elna
Ég set bara smjörkremið í svona sprautupoka og stút á endann og sprauta einni rós í einu á kökuna :)
ReplyDelete