Wednesday, May 15, 2013

Chilli con carne og Laugarvatn

Í fyrradag eldaði ég dýrindis chilli con carne úr því sem ég átti úr ísskápnum. Ég hef oft gert það áður og nota alltaf bara það sem til er og það virðist alltaf heppnast.

 Uppskriftin var 
500 gr nautahakk
1 laukur
3 hvítlauksrif
10 sveppir
2 tomatar
1 chilli með fræjunum
1 dós hakkaðir tómatar
1 lítil dós tómatpurré 
4 msk salsasósa
2 dl vatn
1 dós svartar baunir
4 baconlengjur - algjörlega eftir smekk
1 msk tacokrydd
2 tsk reykt paprikuduft
1 tsk karrýduft
salt og pipar 

Steikti fyrst laukinn, hvítlaukinn og baconið upp úr dálítilli olíu og bætti svo hakkinu út í. Kryddaði þá með kryddinu og hélt áfram að steikja. Bætti þá við sveppunum og chillinu og steikti í smá stund. Lækkaði hitann og setti hökkuðu tómatana, tómatana, tómatpúrruna, salsasósuna og vatnið og blandaði vel saman og þetta lét ég svo malla vel og lengi - þetta mallaði hjá mér svona við lágan hita í rúmlega klukkutíma. Svo stuttu áður en þetta er borið fram eru baununum bætt saman við. 

Mér finnst alveg nauðsynlegt að hafa sýrðan rjóma með þessu og einni sallat, en svo langaði mig í kúskús líka með. Þannig ég setti það í skál og hellti sjóðandi vatni yfir og lét það drekka í sig vökvann. Bætti svo við reyktu papriku mauki og safa úr hálfri sítrónu, smá salti og pipar . 


Í gær ákváðum við Davíð að fara á Laugavatn í sund/fontana sem er þar. Voða notalegt og fallegt útsýni en eilítið dýrt samt - 2500 krónur á mann en við vorum með 2 fyrir 1 svo þetta var fínt. Þarna meira að segja komst ég í gufu í fyrsta skipti í langan tíma, en ég þoli eiginlega ekki gufur, finnst ég alltaf vera að kafna í  þeim. En þarna var ein sniðin fyrir mig ekki nema um 37°C þarna inni :)

Davíð á laugavatni

Útsýnið úr Laugavatni Fontana

Laugavatn Fontana

Svo fórum við í bíltúr, keyrðum á Selfoss þar sem við fengum okkur ís og keyrðum svo fram hjá Eyrarbakka á veitingastaðinn Hafið Bláa. Virkilega góður veitingastaður - mæli með honum og útsýnið yfir hafið er stórkostlegt

Auðvitað fékk ég mér humar :) 

En núna þarf ég að græja mig því ég ætla að kíkja í lunch með Soffíu vinkonu minni :)

Eigið góðan dag 

XOXO Jóhanna Sigríður

Sunday, May 12, 2013

Sumarkaka

Gleðilegt, sumar
Nú er ég búin í prófum kláraði á föstudaginn og hélt svo dýrindis partý fyrir uppáhalds hjúkkuskvísurnar mínar og við skemmtur okkar líka svona gasalega vel.

En í dag er mæðradagurinn og ég á svo sannarlega bestu mömmu í heimi og auðvitað bauð ég henni ásamt ömmu minni og Björk frænku og jú Pálma í smá mæðradagskaffi í síðdegisblíðunni.

Þrír ættliðir þegar ég útskrifaðist :)

Ég bauð upp á súkkulaðiköku með smjörkremsrósum ofan á. Ég hef aldrei gert svona rósir á köku heldur bara á cupcakes þannig ég þurfti að reyna og gá hvort mér myndi takast það.
En ég notaði sömu grunnuppskrift og ég nota af súkkulaðicupcakesunum sem ég geri oftast en uppskriftina geturu fundið hér. En ég breytti aðeins smjörkremsuppskrftinni - reyndi aðeins að betrumbæta hana og viti menn smjörkremið var barasta mun betra. En það er svona:

200 gr smjör
1 eggjahvíta
1 eggjarauða (ég skil rauðuna að því ég set hana ekki á sama tíma og hvítuna)
1 tsk vanilludropar - eða meira eftir smekk
rúmlega 1 pakki af flórsykri - ég get aldreið haft ákveðið magn af flórsykri - ég bara "dassa" og smakka til þar til mér finnst þetta nógu sætt
matarlitur - ég vildi hafa dökkbleikt krem og átti bleikan svona kremmatarlit og ég set alltaf smá í einu og bæti svo við.

Ég þeytti hvítuna og bætti svo linu smjöri við (athuga lint ekki bráðið) og vanilludropum og hrærði vel saman í frú Kitchfríði. Svo bætti ég flórsykri smátt og smátt við ca 1 dl í einu og smakkaði til og svo til að hafa kremið eilítið þynnra því mér fannst það smá stíft þá lét ég rauðuna saman við og blandaði við og endaði svo á matarlitnum.

Kremið komið á kökuna kom bara nokkuð vel út miðað við fyrstu tilraun 

Ég með nýju svunduna og afraksturinn


Björk kom færandi hendi frá Danmörku, gaf mér þennan fína cupcakes ofnhanska og 2 cupcakes viskustykki :)

Þennan gaf múttan mér í gær en hann dömur mínar og herrar  fæst í TIGER 

Þangað til næst XOXO Jóhanna Sigríður