Lang langt langt síðan síðast !!! Ég tók mér góða pásu frá síðasta bloggi, var alveg uppiskroppa með bloggefni og tímarnir mínir fóru í eitthvað allt annað.
En nú er ég snúin aftur, sterkari sem aldrei fyrr.
Það sem hefur á daga mína drifið undanfarið er að ég er flutt :) Við Davíð fluttum aftur á hans heimaslóðir í Silungakvíslina en nú er koin séríbúð á neðri hæðinni sem er bara mjög fín. Íbúðin er ca 62 fermetra hún er 3 herbergja og erum við himinlifandi að við séum komin með aukaherbergi. Við ætlum að fá okkur svefnsófa þannig erlendir gestir geta komið og gist. Einnig er eldhúsið sér og í eldhúsinu er hvorki meira né minna en UPPÞVOTTAVÉL. Þið getið ekki trúað hvað ég er ánægð með eitt stykki svoleiðis !!Svo er baðherbergið mjög rúmgott með miklu skápaplássi og RISA sturtuklefa, get barasta haldið partý í sturtunni ;) Svo erum við garð og höfum afnot af heitum potti sem er nú ekki amarlegt.
Hér er eldhúsið mitt fína :)
Fröken kitchfríður fékk auðvitað sinn sess á eldhúsborðinu
og það BESTA uppþvottavélin, sem svínvirkar, gleður mitt litla hjarta
En fyrsta bloggið er nú bara stutt og laggot, ætla að gefa ykkur uppskrift af dýrindis hamborgurum sem ég bjó til í kvöld og smökkuðust þeir bara ansi vel samkvæmt mér og sambýlingnum :)
Heimagerðir tex mex hamborgarar
500 gr nautahakk ca (ég notaði 400 fyrir okkur gerði 5 hamborgara)
1/2 rauðlaukur
1 hvílauksrif
1 grænt chilli
1 msk tacokrydd
2 tsk Bezt á hamborgarann kryddið
1 egg
Öllu blandað saman í höndunum og búnir til 4-6 borgarar eftir því hvað þið viljið hafa þá stóra
Tilbúnir að fara á pönnuna/grillið
Ég gerði guacamole auðvitað með og notaði
2 avocado
1/2 tómatur
2 sneiðar rauðlaukur
1/2 chilli
1 hvítlauksrif
smá salt
Blandað í mixernum og voila
Skar niður grænmeti sem var til :)
Hérna eru herlegheitin tilbúin :) Smakkaðist einstaklega vel, setti öggu pons sýrðan rjóma líka og það var rosa gott. Davíð stóðst ekki mátið og setti smá BBQ sósu á sinn.
Þangað til næst
XOXO Jóhanna